Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 310
308
BÚNAÐARRIT
öðru en því, að sonurinn veturgamli, sem nú fylgdi
henni er vænn og náði I. verðlaunum, en hefur þó
varla nógu góð malahold. Vottar fyrir þeim galla á
fleirum afkvæmanna. Perla er mikil afurðaær. Vetur-
gömul átti hún lamb, sem lagði sig með 14.7 kg falli.
Tvævetla átti hún einn hrút, sem Iagði sig með 21.0
kg falli. Eftir það hefur liún alltaf verið tvíleinbd og
skilað að meðaltali 93.2 kg í dilkum á fæti þau ár.
Tvílembingarnir voru jafnmargir af hvoru kyni.
Perla 33 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
H. Gyðja 72, eigandi Karl Aðalsteinsson, Smáhömr-
um. F. Sómi 9, M. Dáfríð 29. Afkvæmin eru kollótt,
hvít, með góða, vel hvíta og mikla ull. Þau eru jafn-
og þéttvaxin. og ágællega holdgóð, nema lambhrútur-
inn, sem ekki er hrútsefni. Eldri synirnir, Kópur og
Glói eru ágætir I. verðlaunahrútar. Gyðja var lamb-
laus veturgömul, en síðan hefur hún verið fjórum
sinnum einlembd og þrisvar tvílembd. Einlembingarn-
ir, 3 hrútar og gimbur vógu að meðallali á fæti 52.5
kg og þau árin, sem hún hefur verið tvílembd hefur
hún skilað 87.3 kg í dilkum á fæti.
Gyðja 72 hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi.
I. Ilrefna 24, eigandi Karl Aðalsteinsson, Smáhömr-
um, var nú sýnd í þriðja sinn með afkvæmum, sjá
Búnaðarrit 70. árg., hls. 335 og 72. árg„ hls. 442. Dæt-
ur Hrefnu eru bollangar og mjög vænar, holdmiklar
og þróttlegar. Hrúturinn er ágætur II. verðlaunahrút-
ur, lágfættur, holdgóður á baki og lærum, en ekki
nægilega útlögumikill og fullhár á herðar. Hrefna var
frábær afurðaær. Hún var geld veturgömul, en síðan
hefur hún alltaf verið tvílembd. Hún missti tvö lömh,
en kom upp 22, 11 hrútum og 11 gimbrum. Lifandi
þungi hrútanna var 49.2 kg að meðaltali. Átta þeirra
var slátrað og var meðalfallþungi þeirra 19.8 kg.