Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 337
BÚNAÐARRIT
335
lögugóða bringu, en eru fremur grunnbyggð. Flest hafa
þau of grannan og langan haus og fælur eru yfirleitt
of mjóir. Afturfótstaða er ekki góð og lærahold í
minna lagi. Fullorðnu synir hans eru særnilegir II.
verðlaunahrútar. Hrútlömbin eru álitleg lirútsefni.
Ærnar, dætur Mána, virðast vera góðar mjólkurær, en
ekki frjósamar. Full reynsla er þó ekki komin á það
enn. Gimbralömbin, öll tvílembingar, eru þroskaleg.
Máni hlaut III. verðlaun fyrir afkvæmi.
E. Klói er eign Guðmundar Jónssonar, Bjarnastöð-
um. F. Kuggur á Skeljabrekku, M. Kólga. Afkvæmi
hans eru nokkuð samstæð að útliti, flest hyrnd, öll
ígul á haus og fótum og sum hafa of gula ull. Höfuð-
lag er gott, en yfirbragð er ekki þróttlegt. Þau liafa
yfirleitt alltof grannan háls, sérstaklega við bóga.
Holdafar er sæinilegt, lærahold þó misjöfn. Sum af-
lcvæmi Ivlóa eru of framlág og malasigin. Hrútlömbin
eru væn og allvel gerð. Dætur hans virðast ekki frjó-
samar, en reynsla er lítil.
Iilói hlaut engin verðlann fyrir afkvæmi.
Tafla 22. Afkvæmi Lærblettu á Bjarnastöðum:
1 2 3 4 5 6
Móðirin: Lærbletta, 7 V. . 64.0 95.0 - - 21.0 132
Sonur: Máni, 4 v '. .. . 101,0 109.0 83 33 26.0 139
Dætur: 3 ær, 2—5 v . 61.2 92.0 - - 20.7 134
1 ær, 1 v., geld . .. . 56.0 89.0 - - 22.0 132
Lærbletta, eign Guðmundar Jónssonar, Bjarnastöð-
um, er ágætlega gerð, holdasöm og þung ær. Afkvæmi
hennar bera þó ekki vott um mikla kynfestu. Dætur
hennar hafa flestar einhverja vaxtargalla, en eru væn-
ar og þróttlegar, nema veturgamla ærin. Frjósemi er
lítil. Hrúturinn, Máni, er góður I. verðlauna hrútur.
Lærbletta hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.