Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 341
BÚNAÐARRIT
339
A. Steinn, eigendur Pétur og Sveinn Sveinssynir,
Tjörn, var keyptur lamb frá Steiná í Svartárdal. Hann
er vel gerður, þroskamikill, þróttlegur og þungur, en
í háfættara lagi. Steinn hlaut heiðursverðlaun á héraðs-
sýningunni á Blönduósi haustið 1958, þá tveggja vetra
gamall.
Afkvæmi Steins eru öll hyrnd, gul á haus og fótum,
hafa þróltlegan, friðan svip og skarplegt augnaráð. í
heild samstæð að útliti. Bakið er í meðallagi langt,
sterkt, vel lagað og holdfyllt. Veturgömlu ærnar geldu
og lömbin eru gróin í holdum. Sæmilegar útlögur,
bringan breið aftan við bóga en misjöfn fram. Malir
breiðar, liallandi, á suinum brattar, en ágætlega hold-
fylltar. Lærvöðvar mjög misjafnir. Sverir, sterkir, vel
setlir framfætur. Afturtotastaða misjöfn, ber á slaka i
klaufum. Synir hans, Gulur og Tjarnar, hlutu II. og I.
verðlaun. Gulur féll frá I. verðl. fyrir of lin læri. Tjarn-
ar er rýgvænn og vel gerður. Lambhrútarnir eru allir
fremur góð hrútsefni og tvíl. þeirra beslur. Ærnar eru
enn ungar og lítt reyndar til afurða, en lofa góðu.
Steinai• hlaut II. verðl. fyrir afkvæmi.
II. Prúðnr, eigandi Sf. Skagahrepps, var keyptur 4 v.
af Guðmundi Einarssyni á Saurum og er hann ættað-
ur frá Bólstað, Strandasýslu. Prúður hefur í mörg ár
verið einna holdþéttasti hrútur í hreppnum. Einkum
hefur hann mikil bak- og lærahold.
Afkvæmi þau er sýnd voru með honum eru öll ung,
eða veturgömul og lömb. Þau eru öll hyrnd nema
tvö. Þau eru hvít og grá cða grábotnótt. Þau liafa
mikla, þétta ull, með stuttu hroklcnu togi, að mestu
lausa við gulku og illhæru. Afkvæmi Prúðs eru frið
og samstæð að útliti, enda þótt hann liafi verið notaður
á mörgum bæjum, á mjög ólíkar ær, og sýnir það
bezt kynfestu hans. Þau virðast erfa í ríkum mæli