Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 347
BÚNAÐARRIT
345
haus og harðlegan svip. Hún er fremur bollöng, með
breiða langa bringu og góðar útlögur, beitt sterkt og
holdfyllt bak, breiðar eilítið hallandi sæmilega hold-
fylltar malir, góð læri, þó tæplega nógu vel vöðvuð
niður á hækilinn, fætur sterkir og góð fótstaða. Ærn-
ar, dætur hennar, eru ekki samstæðar, önnur kollótt,
en hin hyrnd. Báðar eru þær vel gerðar, með gott
höfuð, skarpan og hreinan svip, holdgóðar á baki og
mölum, en full slakar á lærum. Hrúturinn, sonur
hennar, er ágæt I. v. kind. Gimbrarlömbin undan
henni eru sæmilega góðir tvílemhingar, holdgrónir á
baki og mölum, en önnur þeirra með lin læri. Fram-
fætur eru réttir og sterkir á öllum afkvæmunum, en
sum þcirra með of nástæða og lítið eitt hokna aftur-
fótastöðu. Ullin góð, þó til i henni illhærur.
Iíolln hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
Bússa er eign Rögnvalds Jónssonar, Flugumýrar-
hvammi. Bússa er 9 v. gömul, hvít, hyrnd. Hún er með
fremur langan þróttlegan haus, vel gerð og sterlc-
byggð, en orðin rýr. Ærnar, dætur hennar, líkjast
henni rnikið, en eru heldur gról'byggðar, með djúpa
framstæða bringu, sterkt en fremur mjótt bak, breið-
ar, hallandi, sæmilega holdfylltar malir, sæmileg læri
og góða fætur. Hrúturinn, sonur hennar, er allgóð I.
v. kind. Lömbin úndan henni eru síðborin og fremur
rýr. Biissa hefur verið mjög frjósöm.
Bússa hlaut III. verðlaun fyrir afkvæmi.
Eyjafjarðarsýsla.
(Ingi Garðar Sigurðsson).
Arnarneshreppur.
Þar voru sýndir 2 hrútar með afkvæmum, sjá töflu
33.