Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 349
BÚNAÐARRIT
347
eru þó full háfættir. Ull er allmikil og hvít. Ivynfesta
er mikil.
Kollur XXIII., hlaut II. verSlaun fijrir afkvæmi.
B. Kári XIII., eign Guðmundar Rósinkarssonar,
Skriðulandi, er keyptur lamb frá Þverá í Öxnadal. F.
er Bliki XVIII., einhver fegursti hrútur sejn ég hef
scð í Öxnadal. Ff. Depill, Engimýri, ættaður frá Geyt-
eyjarströnd, Mývatnssveit. Öll afkvæmin eru hvit,
hyrnd, gul í hnakka og andliti. Haus er í meðallagi
langur og sæmilega sver. Bringa vel framstæð og
djúp, útlögur góðar. Herðar og balclag ágætt og vel
holdfyllt. Malir vellaga og mjög vel lioldfylltar. Lær-
vöðvar eru ágælir. Fætur og fótstaða einnig. Ullin er
heldur góð, en ekki mikil. Allir fullorðnu hrútarnir
hlutu I. verðlaun og eru ágætar kindur. Annar lamb-
hrúturinn er ágætt hrútsefni, en hinn slakur. Allar
fullorðnu ærnar, dætur Kára, eru þroskamiklar og
hraustlegar. Frjósemi þeirra er mikil. Af 7 ám tveggja
velra og eldri voru 6 tvílembdar. Afurðageta er
ennþá óviss. Gimbrarnar, sem allt eru tvílembingar
eru allar álitlegar lil ásetnings, en þó sérstaklega ein
þeirra, sem er metfé að gerð. Kynfesta er mikil.
Kári XIII. hlaut II. verðlaun fijrir afkvæmi.
■öxnadalshreppur.
Þar var einn hrútur sýndur með afkvæmum. Brúsi
Ármanns Þorsteinssonar, Þverá.
Tafla 34. Afkvæmi Brúsa XXXIV., Þverá, Öxnadal.
1 2 3 4 5 6
F.: Brúsi XXXIV., 4 v 104.0 112.0 82 34 26.0 133
Synir: 2 hr., 2 v. I. v 104.5 112.0 82 32 26.5 132
2 hr., 1 v., I. v 82.0 104.0 76 29 24.0 133
1 hrútl., einl 47.0 8G.0 - - 20.0 122
1 hrútl., tvíl 43.0 85.0 - - 19.0 119