Búnaðarrit - 01.01.1961, Síða 363
BÚNAÐARRIT
361
Hann vó 100 kg og hafði 110 cm brjóstummál, 27 cm
breitt spjald og 133 mm fótlegg. Hann hefur frábær
mala- og lærahold, ágæta bóga og lierðahyggingu,
stuttan, sveran haus og sterka rétt setta fætur, en er
gulur á haus og fótum og nokkuð sterkgulur í hnakka.
Þriðji bezti hrúturinn var Blær Gísla í Gröf í Bitru.
Hann er þar heimaalinn. Blær er rígvænn, vóg 117
kg, liafði 118 cm brjóstummál, 27 cm breitt spjald og
137 mm fótlegg. Hann er mjög kostamikill, vel vaxinn
og dugnaðarlegur, en í liáfættara lagi.
Um aðra hrúta, sem I. heiðursverðlaun hlutu, er
þetta að segja: Svanur Lol'ts Bjarnasonar, Hólmavík,
er prýðilega vaxinn og frábær lioldakind, Konni í
Tröllatungu, keyptur frá Húsavík, er fagurlega gerð-
ur og prýðilega holdgróinn, en höfuðið er aðeins í
fíngerðara lagi og klaufir ekki óaðfinnanlegar. Spakur
i Odda, F. Bassi frá Bassastöðum, M. Fríð, MF. Kolur
i Odda, MM. Þoka, er lágfættur, þykkvaxinn og hold-
gróinn á balti og mölum, en varla nógu gróinn á
lærum, Sóli á Tindi, sonur Hnoðra og Sólu þar, er
vænn og vel gerður, en varla nógu lágfættur og hel'ur
ekki óaðfinnanleg lærahold. Vinur í Húsavík er ágæt-
lega gerður og lágfættur og Gestur á Ivirkjubóli er
prýðilega þéttvaxinn einstaldingur.
Hrútarnir, sem hlutu I verðlaun A eru allir prýði-
legir einstaklingar. Glárnur á Óspakseyri er dugnaðar-
og vænleikakind, en nokkuð grófur. Fellsi á Stóra-
Fjarðarhorni er jötunvænn og virkjamikill, en ekki
alveg nógu þéttholda. Lubhi á sama bæ er fagurlega
gerður, en ekki sérlega þroskamikill. Loðinn á Smá-
hömrum er prýðilega vænn og kostamikill, Kubbur
í Húsavík er fríður og að mörgu lejdi ágætlega gerður,
en hefur ekki nógu góða fótstöðu. Konni Benedikts
Sæmundssonar á Hólmavík hefur fádæma breitt og
holdmikið hak. Dindill Ólafs Magnússonar, Hólma-
vík, er framúrskarandi holdþéttur, en helur aðeins