Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 391
BÚNAÐAURIT
389
ar komizt aftur í lag. Heyfóður var reiknað af 966
fullmjólkandi kúm aðeins, kjarnfóður af 8025 og inni-
staða af 625. Kjarnfóðurgjöf nam 436 kg á hverja full-
mjólkandi kú, og hai'ði lækkað um 27 kg að meðaltali
á kú.
Hæstar meðalafurðir eftir fullmjólkandi kýr höfðu
Nf. Skútustaðahrepps, 3890 kg, en 15210 fe, og Nf.
Búbót í Ásahreppi, 3821 kg, en 15131 fe. I Skútustaða-
hreppi var einnig hæst meðalnyt á reiknaðar árskýr,
3729 kg, en næsthæst í Mýrahreppi í A.-Skaftafells-
sýslu 3606 kg.
Yfir 400 kýr voru á skrá í hverju þessara 8 félaga:
Nf. Öngulsstaðahrepps 781, Nf. Hrunamanna 667, Nf.
Svarfdæla 630, Nf. Skeiðahrepps 583, Nf. Gnúpverja
552, Nf. Gaulverja 432, Nf. Arnarneshrepps 424 og Nf.
Glæsibæjarhrepps 420.
Útbreiðsla nautgriparæktarfélaganna eftir héruðum
eða samböndum er sýnd í töflu II. Þó er Nf. Ólafs-
fjarðar sleppt þar. í þessari töflu er jafnframt greint
frá meðalal'urðum og kjarnfóðurgjöf. Nautgriparæktar-
starfsemin er öflugust hjá S. N. E. Það er nú stærsta
sambandið, hvort sem miðað er við í'jölda félagsmanna
eða kúaeign þeirra. Meðalafurðir fullmjólkandi kúa
eru þar einnig hæstar, ef rniðað er við nythæð, en
Bsb. S.-Þing. er liæst, ef miðað er við fe eða meðalnyt
árskúa, en S. N. E. næst í röðinni. í heild má segja, að
breytingar haí'i orðið tiltölulega litlar á meðalnyt í
hinum einstöku héruðum og ekki meiri í einum lands-
hluta en öðrum. Þó hefur meðalnytin aukizt um nær
200 kg á kú í A.-Skaftafellssýslu. Lítur út fyrir, að sá
munur, sem var milli einstakra héraða varðandi nyt-
hæð kúnna, sé að jafnast að nokkru, en mjólkurfita
er þó hæst á Suðurlandi.
Fjöldi árskúa á hvern skýrsluhaldara var 10.4 og
hafði aukizt um 0.5 á árinu. Stærst eru kúabúin í