Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 418
416
BtJNAÐ ARRIT
Kols, Dreyri N 139, hlaut II. verðlaun, en af dætrum
hans hlutu 2 II. og 4 III. verðlaun.
5. Ægir N 63 í eigu S. N. E., sjá Búnaðarrit 1959,
bls. 217. Á afkvæmasýningu 1958 hlaut Ægir biðdóm
varðandi I. verðlaun, þar sem afkvæmarannsókn á
dætrum hans var eigi lokið, en hún stóð þá yfir. Að
henni lokinni þótti ljóst, að Ægir hyggi yfir miklum
kostum varðandi mjólkurlagni, og var honum þá veitt
I. verðlauna viðurkenning, og heldur hann henni með
sóma. Ýtarleg skýrsla um árangur aflcvæmarannsókn-
arinnar er birt í ritgerð Ólafs Jónssonar, ráðunautar.
t'rá starfi S. N. E. Afkvæmarannsóknir 1957—’58, sem
út kom á Akureyri 1959. Mjólkuðu 12 dætur Ægis a
íyrstu 43 vikunum í þeirri rannsókn 3056 kg meö
3.98% mjólkurfitu eða 12150 fe að meðaltali og kom-
ust í 14.9 kg dagsnyt eftir burð. Árið 1960 mjólkuöu
2Í) fullmjólkandi dætur Ægis á samhandssvæðinu aö
meðaltali 3804 kg með 3.85% mjólkurfitu eða 14645 te.
Þrjár dætur hans hlutu I. verðlaun.
6. Jalci N 67, í eigu S. N. E., sonur Klaka N 30 og
Blesu 11 á Möðrufelli í Hrafnagilshreppi. Sýndar voru
20 dætur Jaka. Af þeim voru 2 rauðskjöldóttar, 1
hrandskjöldótt, 8 svartar og svartskjöldóttar og 9
gráar og gráskjöldóttar, þar al' 6 í sægráum lit. Ein
var hyrnd, 6 hníflóttar og hinar 13 kollóttar.
Dætur Jaka hafa í meðallagi langan haus og sænit-
lega beinan hrygg, sumar þó lágan spjaldhrygg. Flest-
ar þeírra hafa beinar, breiðar, en grófar malir, og
háa halarót. Margar hafa freinur grunnan, en langan
bol, og góða fótstöðu. Júgur og spenar eru hvort
tveggja vel lagað. Nokkrar eru ívið fastmjólkar. Þessi
systrahópur hlaut að meðaltali 75.6 stig fyrir bygg-
ingu. Meðalbrjóstummál var 175 cm.
Að 1. kálfi höfðu 20 dætur Jaka komizt í 14.0 lcg
dagsnyt að meðaltali með 3.98% mjólkurfitu 1. árs-
brotið. Að 2. kálfi hafa 26 dætur hans lcomizt í 18.9