Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 467
BÚNAÐARRIT
465
A12. Rauður, f. 4. okt. 1958 á skólabúinu á Hvanneyri. Eig.:
Nf. Borgarhafnarhrepps. F. Roði V58. M. Lukka 433. Mf.
Freyr, S.N.B. Mm. Ásdís 215. Lýsing: i'auður; koll.; þrótt-
legur haus; þunn, mjúk liúð; hryggur heinn; fr. góðar
útlögur og gleið rifjasetning; boldjúpur; malir vel lagaðar,
en þó lítið eilt afturdregnar; góð fótstaða og vel holdfyllt
læri; fr. smáir spenar; ágætt júgurstæði. II. verðl.
A13. Hjálmur, f. 22. apríl 1959 hjá Ólafi Ögmundssyni, Hjálm-
holti, Hraungerðishreppi, Árn. Eig.: Nf. Nesjalirepps. F.
Kolur S228. M. Kola 92. Mf. Fróði S28. Mm. Dós 87. Lýsing:
kol.; hnífl.; breiður, þróttlegur liaus; fr. þykk, en laus húð;
heinn liryggur; ágætar útlögur; mjólkurrif; boldjúpur; mal-
ir jafnar, lítið eitt hallandi; sæmileg fótstaða; mjög smáir,
fr. þéttstæðir spenar; fr. gott júgurstæði. II. verðl.
nauta, enda hlaut eitt þeirra I. verðlaun, svo sem áður
er getið. Eru og sterkar líkur fyrir því, að annað hefði
hlotið sömu viðurltenningu, ef mjólkurskýrslur ásamt
fitumælingum mjólkur hefðu verið til yfir fleiri dætur
þess en raun varð á. Verður nú nánar lýst þeim systra-
hópum, sem sýndir voru með feðrum sínum. Dætra
annarra nauta er getið í kaflanum um sýningar í ein-
stökum félögum á svæðinu eftir því, sem við á.
Naut sýnd með afkvæmum.
Tvö naut voru sýnd með afkvæmum, bæði í A.-
Skaftafellssýslu, og voru þau þessi:
1. Iirafn A6 í Nf. Mýrahrepps, sonur Svarts V21
og Freyju 50 á Melum í Borgarfirði, var sýndur ásamt
16 dætrum sínum. Auk þess var 1 dóttir hans sýnd í
Nesjum. Af þeim voru 10 rauðar og rauðskjöidóttar, 5
gráar og gráslcjöldóttar og 2 svartar og svartskjöldóttar.
Fjórar voru hyrndar, 3 hníflóttar og hinar 10 kollóttar.
Dætur Hrafns eru þroskamiklar og ágætlega byggðar
kýr. Þær hafa beina yfirlínu, góðar útlögur og djúpan
bol, sem víkkar aftur að júgri, sem er stórt. Flestar
hafa vel lagaða spena. Afturbygging kúnna er víð.
30