Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 487
BÚNAÐARRIT
485
ar framfarar, sem að öðrum kosti hefði mátt ná i
hagnýtu eiginleikunum.
Þá skulum við snúa okkur að því, hvernig hægast
sé að ná framförum í þeim eiginleilcum, sem kynbæta
þarf í nautgripunum. Eins og ég gerði grein fyrir í
erindi, sem ég flutti í þessu félagi um gildi afkvæma-
rannsókna í búfjárkynbótum og birt er í Búnaðarrit-
inu 1960, þá hafa afkvæmarannsóknir mikilvægu hlut-
vcrki að gegna við kynbætur á eiginleikum með lágt
arfgengi og eiginleikum, sein ekki er hægt að mæla
nema á öðru kyninu.
Þeir eiginleikar, sem mestu máli skiptir að kyn-
bættir séu í íslenzkum nautgripum og nefndir eru hér
að framan, eru misauðveldir viðfangs að þessu leyti
og mismikil þörf á afkvæmarannsókn við kynbætur
á þeim.
Vaxtarhraða og þrif gripanna og byggingarlag þeirra
er hægt að mæla á báðum kynjum, og þessir eigin-
leikar hafa tiltölulega hátt arfgengi. Þess vegna er
hægt að velja nautlcálfa þá, sem afkvæmarannsaka á,
með tilliti lil þess, að foreldrar þeirra og þeir sjálfir
uppfylli ákveðin skilyrði, hvað þessa eiginleika varð-
ar. Með því móti ætti að vera séð nægilega vel fyrir
framförum í þeim, svo að litla áherzlu ætli að leggja
á þann mismun, sem fram kemur á afltvæmahópunum.
Ef við athugum næstu þrjá eiginleikana, sem lcyn-
bæta þarf í nautgripunum, mjaltahæfni, nythæð og
efnasamsetningu mjólkurinnar, þá eru þetta allt eig-
inleikar, sem eingöngu er hægt að mæla á kúnum.
Arfgengi þessara eiginleika er þó allmisjafnt. Þannig
er arfgengið á mjaltahæfninni að öllum líkindum all-
hátt eða yfir 0.30, og auk þess virðist geta verið um
allsterkt, jákvætt erfðasamhengi að ræða milli stuttra
spena og góðrar mjaltahæfni. Þess vegna getur hugs-
azt, að naut með smáa spena gefi auðmjaltaðar dæt-
ur, en um það skal ekkert fullyrt á þessu stigi málsins.