Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 495
BÚNAÐARRIT
493
allgaumgæfilcga, einkum í Bandaríkjunum og Noregi,
og niðurstaðan er sú, að nythæðin hækki með aldri
eftir ákveðnum reglum, þannig að hægt sé að spá
fyrir uin það með allmikilli vissu, í hvaða nyt kvígur
á ákveðnu húi ákveðið ár myndu hafa verið, ef þær
hefðu verið fullorðnar. Bæði norsku og bandarísku
rannsóknirnar benda til þess, að réttasta leiðréttingar-
aðferðin sé sú að margfalda kvígunytina með ákveðn-
um stuðli, sem er hæstur fyrir yngstu kýrnar, en fer
stiglækkandi, eftir því sem kýrnar eldast og er 1.00
við fullorðinsaldur. Kosturinn við margföldunarstuðl-
ana er sá, að með því að nota þá bætist mishá ldlóatala
við kvígunytina eftir því, hvort kvígan er hámjólka eða
lágmjólka, en reynslan hefur einmitt sýnt, að hámjólka
kvígur bæta meiru við sig til fullorðinsaldurs heldur
en lágmjólka kvígur, en aldurshæltkunin er sami eða
mjög svipaður hundraðshluti af kvígunytinni hjá báð-
um tegundum kvígna.
í Sviþjóð og Nýja-Sjálandi eru notaðar aðferðir við
afkvæmarannsóknir, sem einnig hyggjast á aldursleið-
réttingu á nyt dætra eftir því hve gamlar þær eru við
burð, og fyrsta kálfs kvígur undan nautum, sem prófa
á, eru síðan bornar saman við allar skýrslufærðar
lcvígur á búum, sem hafa sömu meðalnyt og búin, sem
dætur umrædds nauts eru á.
Að svo kornnu er ekki hægt að taka afstöðu til
þess, hvort nota beri norsltu og amerísku aðferðina
við afkvæmarannsóknir eða aðferð Svía og Ný-Sjálend-
inga, en sennilega hentar okkur norsk-ameríska að-
ferðin að ýmsu leyti betur, einkum sökum þess að
þegar hún er viðhöfð, er hægt að dæma nautin eftir
nyt allra dætra þess, óháð því á hvaða mjólkurskeiði
hver dóttir er, svo að við þá aðferð næst hámarkstala
dælra og skýrsluára til að byggja dóminn á.
Ég ætla að lokum að taka hér dæmi um það, hvernig
hægt er að hugsa sér i framkvæmd afkvæmarannsókn á