Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 498
496
BÚNAÐARRIT
að finna aldurs-leiðréttingarstuðlana, sem nota þari,
og þá er ekkert því til fyrirstöðu, að hægt sé að af-
kvæmarannsaka öll sæðinganaut með þessari aðferð
með tilliti til nythæðar. Ég hefi ekki reynt að meta
að neinu leyti, hver munur er á kostnaði við rannsókn
eftir félagsskýrslum og rannsókn á afkvæmarannsókna-
stöð, en mismunurinn á kostnaðinum hlýtur að vera
allverulegur.
Afkvæmarannsókn, sem byggir á skýrslum naut-
griparæktarfélaganna, krefst alhnikillar reiknings-
vinnu. En svo vel vill til, að þessa útreikninga er
mjög auðvelt að framkvæma í skýrsluvélum, og vélarn-
ar, sem til þarf, eru allar til hér á landi. Er vandinn
við notkun þeirra við úrvinnslu úr skýrslunum ekki
annar en sá, að allar kýr og öll naut verða að hafa
einstaklingsnúmer, sem auðkennir þau frá öðrum naut-
gripum í landinu, og bæir, eigendur og nautgripa-
ræktarfélög verða líka að hafa sín einstaklingsnúmer.
Það er vissulega nokkur vinna að ganga svo frá þessu
númerakerfi, að það íullnægi settum kröfum, en þegar
kerfið er fengið, er hægt að hefjast handa um að færa
upplýsingarnar af skýrslunum inn á gataspjöld. Þegar
svo langt er komið, er auðvelt að láta skýrslu-vélarnar
reikna út aldursleiðréttingarstuðlana, leiðrétta kvígu-
nytina upp í fullorðinsnyt og framkvæma samanburð
á dætrum þeirra nauta, sem rannsaka á og öðrum kúm
á sömu búum, á öllum þeim búum, þar sem dætur
nautsins koma fyrir.
Við höfum því alla möguleika á að framkvæma af-
kvæmarannsóknir með þessu sniði, en vitanlega eru
mörg atriði, sem komast þarf að niðurstöðu um, áður
en rannsóknir þessar eru hafnar. En þau atriði eru
hvorki það flókin né erfið viðfangs, að ástæða sé til
að hræðast þau, svo að því fyrr sem hægt er að hefjast
handa um afkvæmarannsóknir með þessu sniði, því
betra.