Búnaðarrit - 01.06.1963, Page 84
298
BÚNAÐARRIT
I. verðlauna hrútum fjölgað um 7.2% miðað við tölu
sýndra lirúta, sjá töflu 3.
Tajla 3. HundraSshluti sýndra hrúta, cr hlaut
/. ver&laun
1949 Aukiiing
Sýslur 1933 1938 1942 1946 1952 1954 1958 1962 síðan 1933
Eyjafjarðars. . .. .. 7.2 10.5 18.4 15.9 18.6 28.0 36.5 35.3 28.1
Skagafjardars. .. 7.3 12.0 26.8 24.5 16.7 27.1 27.6 28.0 20.7
A.-Húnavatnss. . .. 6.1 13.4 18.1 — 20.0 22.3 35.4 42.6 36.5
V.-Húnavatnss. . .. 10.3 — 11.9 19.4 21.8 36.3 33.4 33.1 22.8
Mýrasýsla .. 3.7 12.7 11.7 30.8 13.1 33.5 25.1 20.2 16.5
Borgarfjurð'ars. . .. 8.6 5.1 23.6 43.1 20.8 37.4 38.7 35.0 26.4
Vegið meðaltul . .. 7.1 11.4 19.7 25.4 18.5 29.3 32.5 32.5 25.4
En þess má gela, að liaustið 1958 voru alls sýndir 756
hrútar í Austur-Húnavatnssýslu, en 622 nú. Sýningar voru
betur sóttar í sýslunni fyrir fjórum árum, og má bú-
ast við, að eitthvað af lakari hrútum liafi verið lieima á
þeim bæjuni, sem ekki sóltu sýningar að þessu sinni.
Eigi að síður er augljóst, að mikil framför liefur orðið
á hrútum í Austur-Húnavatnssýslu frá síðustu sýningu.
Fyrstu verðlauna hrútar og fé í einstökum sveitum
Tafla A-E sýnir I. verðlauna hrútana flokkaða eftir
sýslum og hreppum. Þar eru gefnar, eins og að undan-
förnu, eftirtaldar upplýsingar um hrútana: aldur, þungi,
helztu mál, ætterni eða uppruni og eigandi. Ennfremur
er gefið meðaltal af þunga og málum I. verðlauna lirút-
anna í hverjum hreppi. Stjarna við nafn hrútsins í töflu
A-F táknar, að hann sé kollóttur eða linífilhyrndur.
EyjafjurSarsýsla, Akureyri, Ólafsfjöröur og
Siglufjöröur
I héraðinu voru sýndir 669 lirútar, þar af 482 tveggja
vetia og eldri, sem vógu til jafnaðar 94.4 kg, og 187 vetur-