Búnaðarrit - 01.06.1963, Page 87
HRÚTASÝNINGAR
301
er vófjii 82.2 kg. Beztir af þriggja vetra og eldri hrútum
voru: Dundur á Hrauni, sem er metfé að aldri gerð, sonur
Lalla, er stóð efstur af tvævetlingum haustið 1958, Óðinn
í Hólum frá Þverá, sem stóð efstur af veturgömlum hrút-
um 1958, Sörli á Bakka, ættaður frá Hólum, rígvænn og
lioldgróinn einstaklingur, Stjóri gamli á Hrauni og Glúm-
ur á Syðri-Bægisá. Beztu tvævetlingarnir voru: Glæsir á
Hrauni, sonur Stjóra, ágætlega gerður, en aðeins of linur
í lærum, og þeir Lokkur og Konni í Hólum, ágætlega
vænir og holdsamir, en í háfættara lagi. Lokkur er ætt-
aður frá Hrauni, en Konni frá Þverá. Beztu veturgömlu
hrútarnir voru: Ljómi í Hrauni, sonur G:ána, ágætlega
vænn og hohlsamur, en varla nógu liausfagur, Blakkur á
Hrauni, einnig sonur Grána, og Bjartur á Syðri-Bægisá,
samfeðra Glúm.
SkriSuhreppur. Sýningin var vel sótt, og hrútarnir í
meðallagi að vænleika, iniðað við jafnaldra þeirra annars
staðar í héraðinu, þeir fullorðnu 4 kg þyngri að með-
altali en jafnaldrar þeirra á sýningu haustið 1958, en
hlutfallslega færri hrútar hlutu nú fyistu verðlaun. Alls
voru sýndir 82 hrútar, 63 tveggja vetra og eldri, þar af
hlaut 21 hrútur I. verðlaun, og 19 hrútar veturgamlir, en
aðeins einn þeirra lilaut I. verðlaun. Ónothæfir dæmdust
7 hrútar fullorðnir og 8 veturgamlir, alls 15 hrútar. Beztir
af þriggja vetra og eldri hrútum voru: Gyðingur í Flögu
ættaður frá Hrauni, Gulur og Botni á Staðarhakka, Forni
á Hallfríðarstöðum, Roði í Búðarnesi og Dropi í Stóra-
Dunhaga. Goði Gyðingsson í Flögu var beztur af tvæ-
vetru hrútunum, næstir stóðu .lónas á Þúfnavöllum, frá
Hrauni, og Gráni á Staðarbakka. Margir ágætir hrútar á
sýningunni voru ættaðir frá Hrauni í öxnadal.
Arnarneshréppur. Sýningin var fremur vel sótt, og lirút-
ar vænni en þeir voru á síðustu sýningu og vænni en með-
altal hrúta í sýslunni, en lilutfallslega færri lirútar hlutu
nú fyrstu verðlaun. Sýndir voru 63 hrútar, 43 tveggja
vetra og eldri og 20 veturgamlir. Fyrstu verðlaun hlutu