Búnaðarrit - 01.06.1963, Page 167
H KÚTASÝNINGAIt
381
lega lioldsamur, en í liáfættara lagi og ekki hausfríður.
Siglufjörfiur. Þar voru sýndir 4 lirútar, 3 fullorðnir og
einn veturgamall. Þeir fullorðnu lilutu I. verðlaun.
Hnoðri Jósafats Sigurðssonar var þeirra beztur, ágætlega
gerður hrútur og lioldsamur, sjá töflu 1 og A.
Skagafjarfiarsýsla og SauSárkrókur
Sýningar voru yfirleitt vel sóttar. Sýndir voru 929 hrút-
ar, 655 fullorðnir og 274 veturgamlir. Fyrstu verðlaun
hlutu 260 lirútar, en 137 dæmdust ónotliæfir. Fullorðnu
hrútarnir voru nú 0.6 kg léttari en jafnaldrar þeirra voru
1958, og liafa ekki þyngzt nema um 1.8 kg að meðaltali
frá 1933, og er það minni framför en í nokkurri annarri
sýslu á sýningarsvæðinu á þessu tímabili, sjá töflu 2. Þó
hlutu nú aðeins fleiri hrútar I. verðlaun, miðað við
hundraðshluta sýndra hrúta, eða 28.0%, en 27.6% á síð-
ustu sýningu. Hrútar í Skagafirði eru mjög misjafnir að
gæðum, veldur þar um bæði fjárstofnar, sem komu í
héraðið með fjárskiptum, og líka, að fóðrun er víða ekki
nógu góð í Skagafiröi. Tafla B sýnir þunga, mál, ætterni
og eigendur I. verðlauna lirúta í Skagafirði.
Holtshreppur. Sýningin var fásótt. Sýndir voru 29 hrút-
ar, 23 fullorðnir og 6 veturgamlir. Þeir fyrrnefndu voru
að meðaltali álíka þungir og jafnaldrar þeirra í sýslunni
í heild, en 7 kg léttari en jafngamlir lirútar í lireppnum
voru 1958. Veturgömlu hrútarnir voru mjög lélegir, og
lakastir jafnaldra sinna í sýslunni á þessu hausti, sjá
töflu 1. Aðeins 7 hrútar lilutu I. verðlaun eða 24.1%
sýndra hrúta, allir fullorðnir. Beztir voru: Ketill á Brúna-
stöðum, Þrasi í Móafelli, ættaður frá Þrasastöðum og
Freyr á Þrasastööuin, þessir lirútar voru allir ákveðnir á
héraðssýningu, en mættu ekki.
Haganeslireppur. Sýndir voru 25 hrútar, þar af 4 vetur-