Búnaðarrit - 01.06.1963, Qupperneq 168
382
BÚNAÐARRIT
gamlir. Fyrstu verðlaun hlutu 12 lirútar eða 48.0%
sýndra lirúta, allir fullorðnir, og er það mikil framför í
röðnn frá síðustu sýningu, en þá lilutu 24.2% þá viður-
kenningu. Beztir dæmdust: Prúður og Pjakkur á Sigríð-
arstöðum og Plús á ökrum, þessir hrútar mættu allir á
liéraðssýningu. Prúður lilaut I. heiðursverðlaun og Pjakk-
ur og Plús I. verðlaun A.
Fellslireppur. Þar var sýndur 21 hrútur, 16 fullorðnir
og 5 veturgamlir. Hrútarnir voru nú til muna léttari en
fyrir 4 árum, og léttari en meðaltal sýslunnar í lieild.
Fyrstu verðlaun hlutu 7 lirútar, allir fullorðnir. Á héraðs-
sýningu fóru: Þokki á Skálá og Prúður í Felli, sá síðar-
nefndi hlaut I. heiðursverðlaun, en Þokki 1. verðlaun A.
Abel í Felli, faðir Þokka, og Spakur á Mýrum eru einnig
góðir hrútar. Bændur í Fellshreppi mega ekki láta undan
síga í fjárræktinni á komandi árum.
Hofshreppur. Sýndir voru 52 lirútar, 42 fullorðnir og
10 veturgamlir. Þeir fullorðnu vógu um 2 kg meira að
meðaltali en hrútar á sama aldri í sýslunni, en þeir vetur-
gömlu voru rúmu kg léttari. Fyrstu verðlaun hlutu 17
hrútar, allir fullorðnir, eða 32.7%, og er það afturför frá
síðuslu sýningu 1958, en þá hlutu 39.7% sýndra hrúta I.
verðlaun. Á héraðssýningu voru valdir 5 beztu hrútar sýn-
ingarinnar: Þeir Hjalti í Brekkukoti og Hnífill á Hlíðar-
enda, sem hlutu I. lieiðursverðlaun, Prúður í Grafargerði
og Hlíðar á Þrastarstöðum, háðir synir Prúðs gamla á
Hlíðarenda, sem hlutu I. verðlaun A, og Þór Stefáns á
Hlíðarenda, er hlaut 1. verðlaun B. 1 lireppnum eru fleiri
góðir I. verðlauna hrútar, nokkrir synir Prúðs gamla á
Hlíðarenda eða afkomendur, en út af Prúð eru til margir
góðir hrútar í Skagafirði. Bændur í Hofslireppi mega nú
ekki slaka á í hrútavali og fjárrækt, ef þeir ætla sér að
halda sínu sæti innan liéraðsins í framtíðinni.
Hofsóshreppur. Sýndir voru 13 hrútar, 9 tveggja vetra
og eldri og 4 veturgamlir. Hrútarnir ern fremur léttir og
ekki rétt valdir, hafa lítið hrjóstmál, mjóan spjaldhrygg