Búnaðarrit - 01.06.1963, Blaðsíða 173
HRÚTASÝNINGAR
387
Fullorðnu hrútarnir voru nú 2 kg þyngri en 1958 og
flokkun þeirra betri, en þeir veturgömlu voru léttari. Á
liéraðssýningu mættu: Freyr Sveins á Ingveldarstöðum,
sem hlaut þar I. verðlaun A, Bjartur og Hegri Helga í
Tungu og Gulur Stefáns á Innstalandi, dæmdust í I. verð-
laun B.
SauSárkrókur. Þar voru sýndir 12 hrútar fullorðnir og
18 veturgamlir. Hrútarnir voru nú mun léttari en haustið
1958, og þeir fullorðnu undir sýslumeðaltali, enda var
flokkun þeirra lakari nú Iieldur en á síðustu sýningu.
Fyrstu verðlaun lilutu 4 hrútar tveggja vetra og eldri og
3 veturgamlir, ónothæfir dæmdust 3 lirútar, allir vetur-
gamlir. Ben Bella, 1 vetra, Magnúsar Jónssonar, var val-
inn á liéraðssýningu og hlaut þar I. verðlaun B. Goði Jóns
Friðbjörnssonar, ættaður frá Gili í Svartárdal, var beztur
af 2ja vetra hrútum, þó í léttara lagi. Hrútar á Sauðár-
króki voru nú lakari en 1958, og skortir þá einkum læra-
liold.
SkefilsstaSahreppur. Sýndir voru 39 lirútar fullorðnir
og 16 veturgamlir. Þeir fyrruefndu voru þyngri en meðal-
tal sýslunnar í lieild, en J)ó léttari en þeir voru fyrir fjór-
um árum og ])cir veturgömlu mun rýrari. Fyrstu verð-
laun lilutu 18 hrútar eða 32.7% sýndra lirúta, og er |>að
betri flokkun en var haustið 1958. Á héraðssýningu voru
valdir 4 eftirtahlir hrútar: Spakur á Sævarlandi, hlaut I.
heiðursverðlaun, Freyr, Efra-Nesi, Grundi, Selnesi og
Húni, 1 vetra, Hvalnesi, hlutu I. verðlaun A. Prúður,
Hvalnesi, Ljómi, Fossi og Spakur á Skefilsstöðum eru
einnig góðir I. verðlauna hrútar.
Austur-Húnavatnssýsla
Sýndir voru í sýslunni 622 hrútar, og eru }>að færri
hrútar lieldur en sýndir voru 1958, en J)á voru J)ar
óvenju margir hrútar í uppeldi, svo fjöldinn einn gef-