Búnaðarrit - 01.06.1963, Page 176
390
BUNABARRIT
ursflokki, enda báðir afbragðs kindur, Óðinn Péturs a
Móbergi, Depill Björgúlfs á Móbergi og Smári á Kúskerpi
hlutu I. verðlaun A, allt ágætir hrútar.
BólstaðarhlíSarhrappur. Þar voru sýndir 67 lirútar, 47
tveggja vetra og eldri, sem vógu 89.8 kg, og 20 veturgamlir,
er vógu 72.9 kg að meðallali. Hrútar í hreppnum voru
því svipaðir að vænleika og meðaltal sýslunnar í beild.
Fyrstu verðlaun lilutu 28 lirútar fullorðnir og 7 vetur-
gamlir eða 52.2% sýndra brúta, sem er með fádæmum
glæsileg niðurstaða og mikil framför frá síðustu sýningu.
Á héraðssýningu voru valdir þessir brútar: Logi Jakobs
á Steiná, Durgur Aðalsteins á Leifsstöðum, Depill Björns
á Leifsstöðum og Suðri Þorleifs í Hvammi, sem allir lilutu
I. heiðursverðlaun og voru 4., 10., 13. og 14. í röð tveggja
vetra og eldri brúta í þeim verðlaunaflokki. Logi á Steiná
er metfé. Kjarni Björns á Leifsstöðum og Óðinn Stefáns á
Steiná, báðir veturgamlir, hlutu einnig I. heiðursverð-
laun. Kjarni dæmdist jafnframt bezti hrúturinn á allri
liéraðssýningunni og Óðinn 3. í sínum aldursflokki. Kjarni
er afburða djásn að allri gerð. Neisli Jakobs og Durgur
Sigurjóns á Steiná hlutu báðir I. verðlaun A.
Svínavatnshrappur. Sýndir voru 96 brútar, 68 fullorðn-
ir, sem vógu 85.1 kg og 28 veturgamlir, sem vógu 70.4 kg
að meðaltali og voru því með léttari brútum sýslunnar,
sjá töflu 1. Fyrstu verðlaun lilutu 35 lirútar eða 36.5%,
en 17 engin verðlaun. Það er svipað lilutfall og 1958, þó
dæmdust fleiri brútar ónotliæfir að þessu sinni. Eftir-
taldir lirútar voru valdir á héraðssýningu: Bliki Árna í
Holti, sem hlaut I. heiðursverðlaun og var 6. í röð hrúta
í þeim aldursflokki, ágæt kind, Fífill Hannesar á Auð-
kúlu, Gulur Ingvars í Sóllieimuin, Ketill Guðmundar í
Holti og Gulli Ingimars á Eldjárnsstöðum ldutu allir I.
verðlaun A, en Hallur, veturgamall, og Fífill, 2ja vetra,
Þorleifs í Sólheimum og Þéttur, veturgainall, Páls á
Höllustöðum, I. verðlaun B.
Torfalœkjarhreppur. Sýndir voru 52 lirútar, 38 full-