Búnaðarrit - 01.06.1963, Síða 182
396
BÚNAÐARRIT
Abel Árna, sem stóð næst efstnr á hreppasýningu, lilaut
I. verðlaun B, hann er sonur Abels, Árn. Eftirtaldir lirút-
ar voru valdir á héraðssýningu, en mættu ekki: Kóngur
á Ægissíðu, Hnífill Óskars á Ósum, Fífill Sigurðar á Ós-
um, Kollur Þórarins á Valdalæk og Prúður Bjarna á
Egilsstöðum, flestir kostamiklir hrútar.
Kirkjuhvammshreppur. Sýningin var fremur fásótt,
sýndir voru 57 hrútar, 45 fullorðnir, sem vógu 95.4 kg að
meðaltali og voru vænni en jafnaldrar ]>eirra í nokkrum
öðrum hreppi sýslunnar, og 12 lirútar veturgamlir, sem
vógu 74.9 kg og voru því 1.2 kg þyngri en sýslumeðaltal-
ið í þeim aldursflokki.
Fyrstu verðlaun hlutu 25 eða 43.9% sýndra hrúta, og
aðeins Staðarhreppur var með hagstæðara hlutfall í sýsl-
unni að þessu sinni. Aðeins 1 hrútur, veturgamall, dæmd-
ist ónothæfur. Síðasta sýning 1958 var nijög fjölsótt í
Kirkjuhvammshreppi, og því má ætla, að sýningin nú
gefi e. t. v. ekki rétta mynd af gæðum hrútanna í hreppn-
um, því að öllum jafnaði er það lakari hluti hrútanna,
sem ekki keinur á sýningarstað. En niiðað við meðaltals-
tölu sýningar 1958, voru fullorðnir hrútar nú 3.5 kg þyngri
en þá, en þeir veturgömlu 4.2 kg léttari nú.
Eftirtaldir hrútar voru vahlir á liéraðssýningu: Spakur
Pálma á Bergsstöðum, Kóngur Valdimars í Helguhvammi
og Goði, 1 v., Jóns á Ytri-Ánastöðum, ff. Garður, Árn.,
hlutu þar allir 1. heiðursverðlaun, Spakur var nr. 3 og
Kóngur 5. í röð í þeim verðlaunaflokki. Eftirtaldir lirút-
ar voru valdir, en mættu ekki á héraðssýningu: Rindill
Pálma og Kollur Péturs á Bergsstöðum og Hnífill Eðvalds
á Stöpum, allir ágætir hrútar. Hrútar í Kirkjuhvamms-
hreppi eru yfirleitt góðir, og miðar fjárræktinni þar í
rétta átt.
nvammstaugahreppur. Þar voru aðeins sýndir 7 hrút-
ar, 3 fullorðnir, sem vógu 92.3 kg, og 4 veturgamlir, er
vógu 67.2 kg og voru því mun léttari en veturgamlir hrút-
ar annars staðar í sýslunni. Aðeins Fífill Pálma Hraundals