Búnaðarrit - 01.06.1963, Qupperneq 186
400
BÚNAÐARRIT
Háafelli, Hnokki í Fljótstungu, Dvergur á Háafelli, sem er
ágætur um brjóst, en liáfættur og slakur í lærum, Ljót-
ur á Síðumúlaveggjum og Glæsir Sigurðar á Gilsbakka.
Sex af hrútum Sigurðar blutu I. verðlaun og 3 II. verðlaun.
Beztu veturgömlu hrútarnir voru: Ljómi í Hvammi, Glæs-
ir á Háafelli frá Hvammi, sonur Yals þar, Þumall Sigurð-
ar á Gilsbakka og Randi í Kalmanstungu. I hreppnum eru
margir góðir hrútar, og áhugi fyrir fjárræktinni mikill,
en of margir háfættir hrútar eru enn neðan girðingar.
ÞverárlilíSarhreppur. Þar voru sýndir 37 hrútar, 30 full-
orðnir, sem vógu 87.5 kg og voru því 2 kg léttari en á sýn-
ingu 1958, og 7 veturgamlir, er vógu 74.3 kg og voru því
þyngstir jafnaldra sinna í sýslunni að þessu sinni, en illa
gerðir. Aðeins 4 hrútar hlutu I. verðlaun, allir fullorðn-
ir, eða 10.8% sýndra lirúta, en 13 voru dæmdir ónothæfir
eða 35.1%, og er það afleit niðurstaða á sýningu í heilum
hreppi, og ber vott um áhugaleysi um fjárval og kynbæt-
ur. Þessir hrútar hlutu I. verðlaun: Prúður í Örnólfsdal,
örnólfur á Sigmundarstöðum, Stubbur á Höfða og Öfeig-
ur á Högnastöðum. Bændur í Þverárhlíðarhreppi þurfa að
gera stórt átak til úrbóta í sauðfjárræktinni.
TSor'Surárdalshreppur. Þar voru sýndir 47 hrútar, 26
fullorðnir, er vógu 90.9 kg, og 21 veturgamall, 72.2 kg að
meðaltali. Þeir fullorðnu voru vænstir allra sinna jafn-
aldra í sýslunni, og aðeins í Þverárhlíðarhreppi voru
þyngri veturgamlir lirútar, en báðir aldursflokkar voru
nokkru léttari en 1958. Fyrstu verðlaun hlutu 11 hrútar,
8 fullorðnir og 3 veturgamlir, eða 23.4%, og er það lak-
ari flokkun en var 1958, en þá lilutu 27.5% hrútanna I.
verðlaun. Ónothæfir dæmdust nú 11 hrútar og er það
100% liækkun frá síðustu sýningu. Beztir af 2ja vetra og
eldri hrútum voru: Kollur í Brekku, Gauti í Hvassafelli
og Laxi á Dýrastöðum. Kári í Hvammi var bezti vetur-
gamli hrúturinn. Hann er af þingeyskum stofni úr Árnes-
sýslu, í föðurætt. Bændur í hreppnum þurfa að vanda vel
líflirútaval á komandi árum.