Búnaðarrit - 01.06.1963, Síða 188
402
B ÚNAÐAK It IT
undir sýslumeðaltali, þó sérstaklega þeir veturgömlu.
Fyrstu verðlaun lilutu 8 hrútar, allir fullorðnir, eða 20%,
en 16 voru dæmdir ónothæfir eða 40% allra sýndra lirúta
í hreppnum, og er það ískyggileg niðurstaða og mikil
linignun frá 1958. Bændur í hreppnum þurfa nú að stefna
að því, að ná aftur því, sem áður var, og betur til. Eft-
irtaldir lirútar voru beztir: Kollur og Hnoðri í Álfta-
nesi, jafnvaxnar vænleika kindur, og Nesi á Kvíslhöfða,
þungur, góður um brjóst og á spjald, en ekki liausfríður
og aðeins of linur í lærum.
Hraunhreppur. Þar voru sýndir 67 lirútar, 47 fidlorðnir
og 20 veturgamlir. Þeir voru með léttustu hrútum sýsl-
unnar og misjafnir að gæðum, sjá töflu 1. Fyrstu verðlaun
hlutu 14 lirútar, allir fullorðnir, eða 20.9%, en engin
verðlaun 22 eða 32.8%. Er hér um mikla afturför að
ræða frá síðustu sýningu, að I. verðlauna hrútum fækkar,
en ónotliæfum stórfjölgar. Loki í Tröð var bezti hrútur
sýningarinnar, hann er jafnvaxinn og prýðilega holdsam-
ur. Fleiri lirútum var ekki raðaö, en mætti nefna: Gretti
og Nökkva á Helgastöðum, Þokka í Skipliyl, þótt gamall
sé og farinn mikið að tapa, og Einholtahrútana Hnífil og
Prúð. Bændur í Hraunlireppi verða nú að leggja álierzlu
á að bæta fjárstofn sinn eftir getu, og vanda sem bezt líf-
lambaval, uppeldi og fóðrun fjárins.
Borgaifiarðarsýsla
1 sýslunni voru sýndir 500 hrútar, 330 tveggja vetra og
eldri, er vógu 89.0 kg, og 170 veturgamlir, sem vógu 72.0
kg að meðaltali. Er það minni vænleiki en var 1958, en
þá vógu fullorðnir hrútar 92.6 kg og veturgamlir 75.8 kg
til jafnaðar, og voru þó hrútar það ár rýrari í sýslunni
en þeir voru 1954. Nú hlutu 175 hrútar I. verðlaun eða
35.0% sýndra hrúta. Er það nokkur lækkun frá 1958, en
þá var hlutfallið 38.7%. ónothæfir dæmdust 64 lirútar eða