Búnaðarrit - 01.06.1963, Page 192
406
BUNAÐARRIT
Dofri 47 á Hesti. I. verðlaun fyrir afkvæmi 1960 og 1962.
an við að láta faðernið' niestu raða um val lífhrúta, en
taka minna tillit til mæðranna og einstaklingsins. Mun
þetta að nokkru valda því, að sumir veturgamlir hrútar
eru nú léttir og kostalitlir. Fyrstu verðlaun hlutu nú 44
hrútar eða 41.9%, en 52.5% hrútanna árið 1958.
Af þriggja vetra og ehlri lirútum voru þessir beztir:
Dofri á Hesti, sem er í alla staði framúrskarandi vel gerð
og þróttmikil lioldakind, hann er sonur Gauta á Hesti,
sem var dæmdur bezti hrúturinn af þriggja vetra og ehlri
hrútum fyrir 4 árum, Kappi á Varmalæk, soimr Dofra á
Hesti, mjög vel gerð kind ineð frábær bakhold, Kubbur í
Nýjabæ frá Hesti, sonur Vatnsfirðings á Hæli, þróttmikil
holdakind, Askur á Varmalæk, sonur Litla, Árn., fögur
kind með mikla kosti, Röðull á Grímarsstöðum, Kjarni og
Veggur á Hesti og Víðir á Skeljabrekku eru allir miklar
kosta kindur. Beztu tvævetlingarnir voru: Hnakki á
Hesti, sonur Vatnsfirðings á Hæli, mjög vel gerð og sér-
lega mikil holdakind, en liefur örlítið snúnar kjúkur á