Búnaðarrit - 01.01.1945, Side 13
BÚNAÐARRIT
9
ræktunarbiiskapar Magnúsar Þorlákssonar síðar ineir,
nánara og í rauninni merkilegra samband heldur en
virðist fljótt á litið, um það tel ég mig hafa aðstöðu til
að dæma flestum öðrum fremur. — Noregsförin, hið
verklega nám þar, og það, sem bar fyrir augu og eyru
í förinni, varð til þess að móta hug Magnúsar, búnað-
arviðhorf og um leið allan feril hans síðar á ævinni.
III.
Áhrifin af Noregsförinni komu berlega fram, er
Magnús Þorláksson brá ln'ii í Vesturhópshólum og
flutti suður. Stóð honum þá til boða jörð ein eigi
allfjarri Reykjavík, góð til fjárræktar, en fremur rýr
til ræktunar og eigi vel við samgöngum sett, eins og
þá var ástatt. Magnús'skoðaði jörð þessa, en geklc frá
og keypti kotið Blikastaði i Mosfellssveit. Aðkoman
þar var ekki beysin, léleg hús og freklega tveggja kúa
tún, en allt umhverfis það ritjumýrar, lélegar bæði til
slægna og beitar. En Blikasaðir voru og eru vel í sveit
settir, hóflega fjarri Reykjavík, lausir við ágang það-
an, en þó stutt aðdrátta- og viðskiptaleiðin til höfuð-
staðarins. Blikasaðir voru engin uppgangs- né fram-
tiðarjörð fyrir þann, sem búa vildi með gamla laginu.
Með því lagi gat varla beðið þess, er þar bjó, annað en
hokur og vesaldarhlutskipti. Fáir velja þau kjör að
nauðsynjalausu, og það var fjarri Magnúsi að gera
það. — Hann valdi Blikastaði vegna þeirra rækt-
unarmöguleika, er lmnn leit þar. ■.— Hann hræddist
ekki það erfiði að ræsa fram mýrarnar og breyta þeim
i tún. Það var góður vatnshalli á þeim, hæfilegur tún-
halli, og hvað varð á betra kosið, úr því áð ekki var uin
norðlenzka grasmóa að ræða, en þeir lágu ekki þann
veg við Reykjavikurmarkaðinum sem skyldi. Þótt ekki
sé lengra siðan en 35 ár, var þá lítt hugsandi að reka
ræktunarbúskap með því sniði, sem hugur Magnúsar