Búnaðarrit - 01.01.1945, Blaðsíða 227
223
BÚNAÐARRIT
Strandasýsla.
A þessu ári áttu engar hrútasýningar að haldast í
Strandasýslu, en vegna þess að sýning féll niður í Bæj-
arhreppi haustið 1940 og þess var eindregið óskað, að
sýning yrði haldin þar árið, sem sýningar yrðu haldn-
ar í Húnavatnssýslum, þá var það gert.
Tafla J sýnir, hvaða hrútar hlutu I. verðlaun í Bæj-
arhreppi. Margt er af vænu og góðu fé í Bæjarhreppi,
en þó mun fé Guðm. Ögmundssonar á Fjarðarhorni
bera af, enda voru hrútar þeir, sem hann sýndi, ágæt-
ar kindur.
Fé Guðmundar á Fjarðarhorni er því nær allt koll-
ótt, af Kleifakyni, en þó með ákveðnum séreinkennum,
sem Guðmundur hefur fest í kyni, enda hefur hann
hreinræktað þennan stofn mjög lengi, með framúrskar-
andi árangri. Fjarðarhornsféð er með allra vænsta fé,
á landinu og ótrúlega jat'nt og kynfast. Hyrndu ein-
staklingarnir eru þó leiðinlegri og lakari að byggingu
yl'irleitt en hitt féð. Fé þetta er stórt, þykkvaxið,
hraustlegt, sterkbyggt, ágætlega holdgott með vel hvíta
og mikla ull. Ærnar bera það með sér, að þær mjólka
vel, enda gera þær ágæta dilka, sem oft hafa um og yfir
20 kg kjötþunga, þrátt fyrir allmarga tvílembinga og
stundiun lambgimbralömb.
Það, sem helzt má að þessu fé finna, er, að það er
háfættara en það þyrfti að vera og því líkur til, að það
reynist ekki eins vel og skyldi i landléttari sveitum.
Mýrasýsla.
A töflu Iv sést, hvaða hrútar hlutu I. verðlaun í Mýra-
sýslu.
Hrútar í Mýrasýslu cru yl'irleitt fremur illa vaxnir og
ekki vænir, þótt allmargar undantekningar séu frá
þessu. Dilkar einkum i uppsveitum sýslunnar verða
þó mjög þungir. Mun Það einkum vera að þakka land-
kostum og líklega einnig því, að féð sé lagið til mjólkur.