Búnaðarrit - 01.01.1945, Blaðsíða 117
BÚNAÐARRIT
113
ness-Gul komu 3 lömb og 2 undan Mosfells-Gul, sem öll .
lifa og virðast þola mæðiveiki. Hrúturinn undan Mos-
fells-Gul hefur verið notaður í 3 ár, og eru til undan
honum 40 kindur, og aðeins ein þeirra farizt úr mæði-
veiki. Ég á hrút, sem ég keypti frá Mosfelli haustið
1940. Hrútur þessi er undan Mosfells-Gul og á frá Mos-
felli.*) Undan honum eru nú til nær hundrað kindur,
■og liafa aðeins 2 farizt úr mæðiveiki, svo að ég viti.“
Á Hrafnkelsstöðum hefur um 60% af heimastofn-
inum farið úr mæðiveiki síðustu 2 árin.
Af 43 kinduin á ýmsum bæjum, sem sellar voru á
undan Mosfells-Gul 1940 og 1941, hafa aðeins 5 farið
úr mæðiveiki, eða tæp 12%. Þær kindur, sem fórust,
voru allar undan mæðiveikum mæðrum. Á sömu bæj-
um liafa, síðan þessi lömb voru sett á, um 50—70%
farið úr mæðiveiki af heimastofninum. Mikill hluti
af þeim lömbum, sem lifa undan Mosfells-Gul, eru und-
an ám, sem drepizt liafa úr mæðiveiki.
Af um 55 kindum, gemlingum eða ’eldri, sem lil
■eru undan Mosa, hafa aðeins 2 fengið veikina.
Engin dæmi liafa fundizt, sem benda gegn þeim út-
komum, sem nú hafa verið nefndar, og hefur kynið
þó mætt mjög misjöfnum skilyrðum, þar sem það
hlandaðist fjárstofnum frá mörgum bæjum í þremur
sveitum.
Það er naumast nokkrum vafa bundið, að liið uin-
rædda fjárkyn frá Mosfelli i Grímsnesi hafi mjög mik-
inn mótstöðukraft gegn mæðiveiki.
Prúður og kyn hans.
Prúður frá Bryðjnholti í Hrunamannahreppi var
fyrst notaður við sæðingarstarfsemi síðastliðinn vet-
Ur. Þó virðist þegar mega fullyrða, að liér sé uin mjög
*) IJctta er sami hrúturinn og vitS notuðum við sæðingu 1940
'°g kölluðum Mosa.
8