Búnaðarrit - 01.01.1945, Síða 24
20
B Ú N A Ð A R R I T
búinu, og bóndinn þurfti að hafa sig allan við að
standa í skilum og sjá öllu farborða. En jafnframt
jóksl eignin. Vart gal lil þess komið, að Blikastaðir
bæru öllu stærra bú en orðið var. Hins vegar var við
fráfall Magnúsar enn hægt að bæta búsaðstöðuna með
aukinni ræktun túns og haga, ekki sízt hins síðar-
nefnda. Nokkur ár til viðbótar, og ælla má, að Magnús
liefði verið kominn yfir alla erfiðustu hjallana með
búrekstur sinn og framkvæmdir og getað snúið sér að
því að bæta og lagfæra ýmislegt, er hann hafði áður
gert, t. d. sumt af byggingunuin. En því fór fjarri, að
Magnús væri svo óeðlilega snjall, að allar framkvæmd-
ir hans væru gaílalausar. Sjálfur sá hann gjarnan
gallana el'tir á og hugðist um að bæta, þar sem hægt
var.
Nú er mikið um það rælt að koma búskapnum í það
horf, að framleiðslan verði ódýrari með því að auka
og hæta ræktunina, auka vclanotkun o. s. frv. Vafa-
laust er þetta rétt stefna og tilefni ærið. En hitt hvgg
ég inargur hugleiði ekki sem skyldi, hve mikils þarf
með og live langan líina þetta tekur. I’ótt mikið lánsfé
verði veitt til landbúnaðarins og vel á haldið, er hinn
mesti misskilningur, en því miður er hann almennur,
að halda, að eftir örfá ár verði alll komið í hagstætt
lag, verðlag á búsafurðum geti stórlækkað o. s. frv. og
hagur þeirra, er að framleiðslu þeirra vinna, þó verið
hinn bezti. Þeir, sem um þetta ræða og á þetta líta með
mestri bjartsýni, munu vart gæta þess sem skyldi, hve
búhagur bænda er hægvirkur um arð og afkomu, hve
langan tímá það tekur að svara útlögðuin stofnkostn-
aði, nema afurðaverð sé mjög hagstætt. Það er ekki
hægt að gera hvort tveggja svo að segja í senn, að festa
inikið afturkræfl fé, sem svara þarf vöxtum af, i um-
bótum og krefjasl mikilla verðbreytinga á frainleiðsl-
unni til óhags fyrir rekslurinn. Jarðræktin getur verið