Búnaðarrit - 01.01.1945, Blaðsíða 90
86
BÚNAÐARRIT
ingaraðferða. Var Iwanoff kjörinn forstöðumaður
stofnunar þessarar. Starfsemi þessi hafði þegar borið
mikinn árangur, er stríðið skall á 1914.
Meðan stríðið stóð yfir, stöðvuðust allar fram-
kvæmdir í þessum málum, en eftir að stjórnarbylting-
unni lauk og friður var kominn á í landinu, var sér-
stök þörf stórfelldra aðgerða, þar eð búfé hafði hrunið
niður og úrkynjazt á stríðsárunum.
Nú var komið á fót í Ráðstjórnarríkjunum miðslöð,
er skyldi bafa það markmið að reisa við búfjárstofn-
inn, og var Iwanoff falin forstaða stöðvarinnar. Fyrst
var hafinn stórfelldur undirbúningur og síðan hafizt
handa.
1923 voru 1000 hryssur frjódældar í Ráðstjórnar-
ríkjunum, 1928 70000 hryssur og 1929 250000 hryssur,
og voru þá sæðingarstöðvarnar orðnar 714 að tölu.
Síðar óx þessi starfsemi enn rneira.2),3)
Svipaðar aðgerðir og hér hefur verið lýst á sviði
hrossaræktarinnar voru og framkvæmdar í nautgripa-
og sauðfjárrækt, þótt sú starfsemi væri siðar hafin.
1930 voru fijódældar 5000 ær í Ráðstjórnarríkjunum,
en síðar hefur tala þessi komizt upp í 2 milljónir á
einu ári. Frjódæling á kúm mun hafa verið framkvæmd
í enn stærri stíl, og 1936 er heildartalan á frjódældum
ám og kúm talin vera rúmlega 6 millj. á þvi eina ári.1)
Eins og að líkum lætur, vann fjökli manna að þessari
starfsemi í Ráðstjórnarríkjunum, enda hefur í þess-
um málum gætt sterkra áhrifa frá þeim víða um heim
síðustu áratugina, og ýmis helztu verkfæri og ráð við
sæðingarstarfið eru frá þeim runnin.
Auk þeirra stórfelldu framkvæmda, sem nú liefur
verið lauslega minnzt á, fóru fram ýmsar nákvæmari
rannsóknir á eðli frjóvgunarinnar, lífi sæðisfrum-
anna, mótstöðu þeirra gegn hitabreytingum, ýmsum
efnum o. fl. o. fl., bæði í Rússlandi, Japan, Bretlandi,
Ameríku og víðar. Rannsóknum þessum hefur stöðugt