Búnaðarrit - 01.01.1945, Blaðsíða 26
22
BUNAÐARRIT
um. Magnús sinnti slíkum málum af fullri alúð og
ofl af nokkru kappi og lagði á sig langtum meiri ómök
og fjarverur frá heimili sínu þess vegna heldur en sem
svaraði greiðslum fyrir störfin. Er og fullljóst, að ekk-
ert af hinum nefndu störfum var þannið launað, að
það gæti verið neinn hlunnur undir búskapinn á Blika-
stöðum. Hins vegar má vafalaust fullyrða, að hin
margvíslegu félagsstörf hafi orðið til þess að auka víð-
sýni hans sem bónda og ræktunarmanns.
í deilum, -— og þvi er ekki að leyna, að stundum
kastaðist í kekki, — gal Magnús verið nokkuð óvæg-
inn og jafnvel virzt þrár. En hann sagði þá ávallt
meiningu sina umsvifalaust og ákveðið, andstæðing-
arnir vissu, hvar þeir höfðu hann, og varð því oftast
auðvelt um vinsamleg handtök að lokinni hríð. í mál-
efnum sveitar sinnar var hann vel á verði, en eins og
kunnugt er, hefur Mosfellssveit stundum þurft á slíku
að halda sökum nábýlis við höfuðborg landsins á öru
vaxtarskeiði. í búnaðarmálunum var meginstefna
Magnúsar sú, að bændur ættu að ráða málum sinum
sem mest sjálfir og bjarga sér sjálfir. En sérstaklega
var það þó ávállt jarðræktin, er liann bar mest fyrir
hrjósti, og i þyí máli átti hann oft, jafnvel oftast, ekki
l’ulla samleið með ýmsuni þeim mönnum, er máttu
sín mikils um að marka stefnu og þróun. Það, sem
sérstaklega bar á milli, var, að Magnús vildi eins og
áður er að vikið, vinna að því langt fram yfir það, sem
gert var, að bændiir æfðu sjálfa sig, menn sína og
hesta lil þess að vinna ræktunarstörfin heima fyrir,
hver á sinu búi, jneð eigin verkfærum og afli, er búin
legðu til. Það eitt þótti honum full ræktunarmenning,
og hann harmaði það, hve litt sóttist í jiessa átt og
hve mjög þar skilur á milli íslenzkra hænda og bænda
í nágrannalöndunum. Og um leið taldi hann það hina
mestu óhamingju, eyðslusemi og jafnvel ómennsku,