Búnaðarrit - 01.01.1945, Page 140
BÚNAÐARRTT
13(5
Það var ínikill vandi fyrir dómnefndina að velja
á milli þessara þriggja hryssna, allar höfðu þær
mikið til síns ágætis. Bleik A'ar þó miklu virkjamest
og skorti ekki fríðleika, og þar sem markmið þess-
ara sýninga er fyrst og fremst kynbætur verkhesta,
þá var eðlilegt, að Bleik hlyti heiðursverðlaunin.
4. Stjarna, Langsstöðum, ættb. 1700. Fædd 1938.
F.: Kári, Grímstungu, 194.
M.: Fjöður, Langsstöðum.
Brúnstjörnótt. 144—160—17. Fríð, reist, hlutfalls-
góð. Réttir fætur. Mjög glæsileg hryssa, en ung og
óreynd. — Eig.: Guðmundur Guðleifsson, Langs-
stöðum.
5. Blesa, Nýjabæ, ölfusi, ættb. 1634.
F.: Stjarni 166.
M.: Grása.
Raupðblesótt, 139—162—18. Fríð, reist. Góð hlut-
föll. Réttir fætur. — Eig.: Björn Sigurðsson, Nýja-
bæ.
Rúmsins vegna verður ekki getið hér fleiri hryssna
af sýningunni, en í I. verðlauna-hópnum, alls 35, voru
svo margar ágætar hryssur, að áhugamenn í hrossarækt
hai'a fyllstu ástæðu til að vera mjög bjartsýnir, og
mvndin, sem sýningin gaf, sýndi, að fé þvi, sem sums
staðar hefur verið varið til hrossaræktar frá því opin-
bera, er ekki á glæ kastað, — og síðast en ekki sízt
hefur þessi fyrsta héraðssýning, sein Búnaðarsamband
Suðurlands heldur, sýnt öðrum héruðum landsins,
hvernig vinna skuli og hvaða leiðir beri að fara til
að skapa þann hest, sem þénar bezt búskap lands-
manna.
Margir bændur munu eiga eftir að sjá það betur en
þeir gera nú á þessum ófriðar- og fíflskapartímum, að
„þarlasti þjónninn" er engu óþaríari nú til þeirra
starfa, sem nútímatæknin ætlar honum, en á fyrri alda