Búnaðarrit - 01.01.1945, Side 245
BÚNAÐARRIT
241
form fyrir verðlagningu landbúnaðarafurða frá þessu
sjónarmiði séð að mestu. Álit hinnar svo kölluðu 6
manna nefndar. Þessi grundvöllur hefur verið viður-
kenndur af þjóðinni og Alþingi. Nú er það augljóst
mál, að bændur munu halda fast við þessa aðferð um
v'erðlagningu vöru sinnar, því að öllum hlýtur að skilj-
nst, að hér er um láginarkskröfu að ræða og ekki hugs-
andi, að fólk vilji í sveit vinna nema það eigi kost á
jafnháu eða jáfnvef hærra kaupi en í kaupstaðnum.
Þetta ætti kaupstaðafólkið, að minnsta kosli kven-
fólkið, að viðurkenna, að er öfgalaust -— því að öll sól-
armerki benda til jiess, að sérstök hlunnnindi þurfi að
"veita því fólki, sem í sveit vinnur. Ef t. d. handverlts-
maður úr kaupstað vinnur úr sveit, þá vill hann fá
ýmist hlunnindi fram yfir það, sem í kaupstað er gold-
ið. Hins vegar er það algild regla, að greidd séu hærri
laun fyrir vinnu, sem er erfið og bindandi, eins og land-
búnaðarvinna er yfirleitt, heldur en létta 'vinnu, sem
hægt er að krydda með fjörugu skemmtanalífi kaup-
staðanna.
Það má því slá því föstu, að launakröfur sveita-
verkamanna fara hækkandi í samanburði við kröfur
verkamanna í kaupstöðunum, og ég hygg vonlaust fyr-
ir verkamenn og launastéttir bæjanna að ælla sér að
halda niðri kaupgjaldi verkafólks sveitanna, því að þá
ler það bara í kaupstaðina.
í undirbúningi virðist þó viðleitni í þá átt að reyna
að fá vinnu sveitafólks ódýrari en verið hefur, sem sé
að lækka það verð, sem bændur fá fyrir afurðirnar.
Vísitala Hagstofunnar um framfærslukostnað virð-
ist beint vinna að því að halda niðri verði á landbúnað-
arvörum. Löggjafarnir eru komnir þar í sjálfheldu.
Þess vegna leitUðu þeir aðstoðar búnaðarþings á síð-
astliðnu hausti til þess að losna úr sjálfheldunni. Bún-
aðarþing sá ekki önnur ráð en verða við tilmælunum,
enda mun það hafa lélt miklum áhyggjum af alþingis-
ÍG