Búnaðarrit - 01.01.1945, Blaðsíða 104
100
BÚNAÐARRIT
þessar fóru fram við. Aðstaða var að sjálfsögðu mjög
misjöfn, einkum hvað húsakynni snerti. Útkoman
reyndist afar-breytileg á hinum ýmsu stöðum, en þó
var það einkum ábérandi fyrstu árin. í því sambandi
liefur það komið greinilega í Ijós, að nauðsynlegt er
að framkvæma frjódælinguna í vel einangruðum liúsa-
kynnum, þar sem haldizt getur stöðugur og jafn liiti.
Seinni árin var þessa gætt eftir föngum, en nægilega
góð skilyrði til starfsins hafa þó ekki alltaf verið fyrir
hendi, og kemur jjetta greinilega fram i niðurstöðu-
tölunum.
Bændur voru kvattir til þess að fylgjast sem hezt
með ám sínum í 2 daga áður en sæðing færi fram,
svo að hægt væri að ákveða með vissu um hverja
einstaka á, hvort hún væri að ganga, og hvenær hún
liefði byrjað. Skyldu þeir fara með hrút í húsin, að
minnsta kosti einu sinni á dag. Þar sem reynsla er-
lendis hefur sýnt, að beztur árangur verður af frjó-
dælingunni sé hún framkvæmd frá 12—40 klukkust.
eftir að ærin byrjar að ganga, er mikilsvert að vita
sem bezt uin gangmálið. Aðeins í örfáum tilfellum
liér á landi hefur tekizt að fá slíkar upplýsingar.
Bændur liafa venjulega komið með allar ]>ær ær til
frjóvgunar, sem litu við hrúti, og stunduin af ófyrir-
sjáanleguin ástæðum liðið all-laúgur tími frá því slíkar
athuganir fóru fram á ánum og þar til frjódælingin
skeði. Nú er það reynsla bændanna, að þær ær, sem
fyrst er haldið að vetrinum, vilja margar ganga upp.
í flestum tilfellum má því alls ekki gera kröfu til meiri
árangurs en fæst fyrsta daginn, þegar hrútur er leidd-
ur til ánna. Árangurinn síðustu árin virðist víða liafa
nálgast það mark. Það má því segja, að þegar hafi
tekizt að ná sæmilegri tækni í sæðingu sauðfjár hér
á landi, þrátt fyrir ýmsa örðugleilca, svo sem strjál-
býli, slæin húsakynni og óhentug veðurskilyrði þann
hluta ársins, sem frjóvgun sauðfjár getur farið frani.