Búnaðarrit - 01.01.1945, Page 114
110
B Ú N A Ð A R R I T
að sjálí'sögðu bæði um heimakynin og hin aðfluttu. Með
sæðingu hafa í þessum sveitum fengizt um 1000 lömb
i allt. Mikill hluti þe.irra hefiír verið settur á, nær öll
gimbrarlömhin og auk þess verulegur hluti hrútlainb-
anna. Lambhrútarnir hafa verið mikið notaðir, og vjða
verið sett mikið á undan þeim. Nú eru því til allstórir
hópar af þeim fjárkynjum, sem dreift var fyrstu árin,
og því hægt að fá samanburð á heilbrigði þess fjár
og lieimafjárins.
Það hefur gengið mjög misjafnlega að fá nákværiia
skýrslugerð frá bændum um árangurinn, og ekki er
hægt að leggja fram heildarskýrslu yfir útkomuna af
öllu svæðinu. Til þess engu að síður að reyna að fá
yfirlit um útkomuna í heild ferðaðist ég síðastliðinn
vetur um þessar sveitir og hafði samband við flesta
bændur og fjármenn, sem l’ylgzt höfðu með viðkom-
andi fjárstofnum. Þessum mönnum ber yfirleitt sanian
um eftirfarandi atriði (sjá töflu II og III):
Það fé, sem komið er út af Mosfclls-Gul, Mosa og
Prúð hefur reynzt standast mæðiveikina mjög vel. Féð
undan Ljósa reynist allvel í samanburði við flest fjár-
kyn, sem fyrir eru. Féð undan Ivára er viðkvæmt, og
hefur þegar allmargt veikzt af þvi. Hvað Hökul og Frey
snertir og aðra þá hrúta, sem síðar hafa verið notaðir
og ekki eru upprunnir úr þessum sveitum, verður enn
ekki sagt neitt um með vissu, en féð undan flestum
þeirra virðist þó enn standa sig vel. Fáeinar kindur
eru til af kyni Fagraness-Guls i Hrunamannahrepiii og
hafa allar lifað af mæðiveikina.
Nú mun ég leitast við að gera nokkru nánari grein
fyrir þeim kynjum, sem hafa reynzt einna bezt til
þessa.
Mosfellskynið, afkomendur Mosfells-Guls og Mosa.
Eins og fyrr var minnzt á, hafði þegar 1939 fengizt
nokkurra ára revnsla fyrir kyni Mosfells-Guls heima á