Búnaðarrit - 01.01.1945, Síða 260
256
BÚNAÐARRIT
um blettinum og svo ekið hringinn i kring um mastrið.
Fleiri aðferðir eru til, sem ekki skulu nei'ndar hér.
Sums staðar hefur raforka verið notuð í stórum
stíl lil plæginga og jarðvinnslu og er ódýr, en heldur
seinleg, því að plógurinn er dreginn með köðlum fram
og aftur um akrana, en aflið er tekið frá rafmagns-
mótor, sem er kyrr við annan éndann. Sums staðar
ga>ti aðferð þessi ef til vill ]<omið til greina hér.
Dráttarvélar, knúnar frá rafgeimum, eru notaðar í
■\rerksmiðjum og á sléttum götuin, en til jarðyrkju eru
þær nokkuð þungar. Er geymirinn venjulega hlaðinn
nð nóttu til, en er notaður á daginn.
Rafmagnsgirðingar eru töluvert notaðar í Banda-
ríkjunum. Eru þær miklu ódýrari en aðrar girðingar,
því að einn strengur er öruggur fyrir stórgripi og tveir
fyrir kindur og svín. Á milli stauranna er haft tvisvar
lil þrisvar sinnum lengra en á milli staura í venjuleg-
um girðingum.
Sá eini rafmagnsúlbúnaður, sem þarf að kaupa, eru
einangrar og straumstjórinn, sem stjórnar straumnum
á virunum, og er hann ódýr.
Girðingar þessar eru alveg hættulausar, og lærir bú-
féð fljótt að bera fulla virðingu fyrir þeim. Þar, sem
rafmagn er ekki við höndina, eru notaðir ódýrir raf-
geymar.
Kem ég þá að vélunum.
Fyrst og fremst þurfum við að afla okkur nægra
jarðvinnsluvéla, og skal því fyrst vikið nokkrum orð-
um að þeim.
Mikið af okkar ræktanlega landi þarf framræslu við.
Að ræsa fram mýrar með skóflu og spaða er bæði erf-
itt og seinunnið, og sérstaklega dýr aðferð. Nú hafa
verið fluttar inn nokkrar skurðgröfur, til að grafa
opnu skurðina, en til eru enn þá stórtækari gröfur,
sem eru hér enn óreyndar.
Til að grafa ræsin sjálf eru til áhöld, sem eru ódýr