Búnaðarrit - 01.01.1945, Page 18
14
BÚNAÐARRIT
sjálfur við vinnuvélarnar, flestum bændum fremur, ef
]>að var viðráðanlegt. Bak við hlöðuna á Blikastöðum
gaf stundum að lita töluvert safn af úr sér gengnum
búvélum. Ókunnugum þótli það jafnvei bera vott um
litla búmennsku, en sannleikurinn var sá, að margt
af því voru vélar, sem illa höfðu reynzt og orðið að
víkja fyrir öðrum betri og biðu þess eins, að eitthvað
væri hægt úr þeim að nýta til viðgerðar á þeim vélum,
er vel reyndust og notaðar voru að staðaldri, eða til
þess að hjálpa öðruin, er til lians leituðu með við-
gerðir.
Hin síðari búskaparár sín fékkst Magnús töluvert
við kornrækt. Var auðvelt fyrir liann að fella þá ný-
hreytni inn í ræktun sína og rekstur. Hann keypti sér
vélknúða þreskivél og varð fulltrúaður á, að korn-
ræktin ætti að vera — og ætti eftir að verða — fastur
og hagkvæmur liður í ræktun og búskap bænda viða
um land.
IV.
Um búfjárrækt Magnúsar á Blikastöðum er ég ekki
fullfær að dæma að öðru en því, að hann átti ætíð ágæta
hesta, bæði úrvals dráttarhesta og einnig trausta og
góða reiðhesta. Fór bann mjög oft ríðandi á milli
Blikastaða og Reykjavíkur, löngu eftir að flestir bænd-
ur í MosfelIsSveit voru hættir að nota hesta i Reykja-
víkurferðir. Einnig flutti hann heim vörur á hestvögn-
um annað veifið, einnig eftir að bílarnir voru farnir að
ráða vegunum. Kúastofninn á Blikastöðum mun einn-
ig hafa verið langt yfir meðallag. Á afrakstri þeirra
byggði Magnús allan sinn búskap og allar sínar fram-
kværtidir. Ávallt, er hann var heima, vann liann i fjósi
og hlöðu, fyrst og fremst að fóðrun gripanna og fylgd-
ist vel með afraksri þeirra og þörfum og heilbrigði.
Hann var óragur að fást við minni háttar „dýralækn-
ingar“ og aðgerðir, taldi sjálfsagt að fást við slíkt og