Búnaðarrit - 01.01.1945, Side 243
239
BÚNAÐARRIT
Löggjafarnir hafa veilt kaupstöðunum aðstöðu til að
skattleggja alla viðskiptaveltu sveitanna bæði til ein-
staklinganna og bæjarsjóðanna. Mér er þetta sérstak-
iega ljóst af því, að ég hef veitt því athygli, hver áhrif
það hefur haft á efnahag lítils þorps, að það féklc fyrir
fáum árum rétt til útsvarsálagningar á miltinn hluta
smáverzlunar héraðsins, sem það liggur i.
Nú mun það ekki ofmælt né orka tvímælis, að allir
landsmenn greiða allháan viðskiptaskatt til uppbygg-
ingar Reykjavíkur gegnum heildsölurnar, og þegar
skoðað er niður í kjölinn, þá hefur Reykjavík liaft líka
aðstöðu nú um skeið gagnvart verzlun landsmanna og
leigutakarnir á einokunartímanum. Við vonum, að af-
leiðingarnar verði ólíkar.
Skattskylda til bæjar- og sveitarfélaga er þvínær tak-
markalaus, og' hefur því vakið kaupstaðina til mikilla
félagslegra átaka, og mun það ýta allverulega undir, að
tekjustofnar lcaupstaðanna eru að nokkuð miklu leyti
byggðir á gjaldþoli annarra byggðarlaga.
Það er því sýnt, að sveitavaldið hafði þá viðsýni a&
veita þannig fé frá landsbúum í heild, svo að ltaup-
staðirnir gætu komið fótum undir sig, og væri þá í
íyllsta máta eðlilegt að ætlast til þess, að kaupstaða-
valdið taki til íhugunar, hvort ekki væri kominn tími
til að endurgreiða nú sveitunum á einhvern hátt það
skattgjald, sem Reykjavík liefur af þeim tekið og unna
þeim jafnréttis, þegar sveitunum virðist vera að blæða
út.
Þeir, sem flutzt hafa úr sveitunum, ættu einnig að
gera sér ljóst, hvers virði þeir hafa orðið kaupstöðun-
um og hvort ekki væri hollt fyrir lcaupstaðina að búa
þannig að sveitunum, að þær geti haldið áfram að veita
til kaupstaðanna slíku mannvali levfi ég mér að
segja. Þella munu sveitirnar ekki gera, ef þeim er látið
halda áfram að blæða lit.
Ég þykist þess fullviss, að mikill meiri hluti Reyk-