Búnaðarrit - 01.01.1945, Síða 258
254 BÚNAÐARRIT
stærra cn amerísku bændurnir, |iví að landrýmið er
nóg, og núverandi vinnukraftur í sveitinni nógur til
vclabúskapar.
• Það er trú min, að þ’eir verði margir, sem leita aftur
lil sveitanna, þegar þeir-sjá, hve þægindin eru mikil
og störfin verða ánægjuleg, þar sem búskapur er rek-
inn með nægilegum nútíma vélakosti.
En undirstaða þess, að svo rnegi verða, er vitanlega
það að rækta landið og gera það véltækt.
Ég ætla að láta þennan inngang nægja og sný mér
því að einstökum vélum og tækniíramförum, senr við
þurfum að notfæra okkur sem fyrst.
Snúum okkur fyrst að aflinu, sem er fáanlegt til að
knýja vélarnar.
Hér kemur þrennt lil greina: Hestar, benzín og raf-
inagn. Hestar og rafmagn, notað hvað með öðru, mun
hér á landi reynast hentugasta aflið í framtíðinni. Nær
því allar þær vélar, sem notaðar eru í landbúnáði
i Bandaríkjunum væri hægt að knýja með öðru hvoru
þessara afla, og liér er það hvort tveggja innlend
framleiðsla.
Eh þar sem rafmagn er enn þá víða ófáanlegt hér og"
þar sem stórfelld nýyrkja er hér óhjákvæmileg, er
sjálfsagt að nota til þess benzínknúðar dráttarvélar.
Lillar dráttarvélar eru mest notaðar í Bandarikjunum
við dagleg störf, og á nærri hver hóndi eina dráttarvél,
og nægir hún fyrir allar vélar hans.
Rafmagn er einnig mikið notað þar og lireiðist ört
út um sveitirnar. Er það tvímælalaust, að rafmagn á
eftir að verða okkar stærsti orku- og þæginda gjafi.
Rafvirkjun alls landsins er eitt af mestu framfaramál-
um okkar. Eru það ekki sizt sveitirnar, sein nauðsyn
er á að fái rafmagn.
Þar, sem þétthýlt er, er það venjulega ódýrast að fá
rafmagnið frá einni stórri sameiginlegri stöð, en þar,
sem dreifhýlt er, verður J>að oft ódýrara fyrir menn að