Heilbrigðismál - 01.04.1969, Síða 15

Heilbrigðismál - 01.04.1969, Síða 15
hvort sem það reyndi eins mikið á sig og það gat eða fór sér hægt, hvort sem það var kappklætt eða ekki og hvort sem vatnið kringum það var sett á hreyfingu eða látið vera kyrrt. Aðalástæðan fyrir þessu var sú, að áreynslan jók stórum blóðstrauminn til vöðvanna, sem mest reyndi á og þannig tapaðist innri hiti líkamans út í vatnið. Eina undantekningin frá þessari reglu var , ef vatnskælingin stóð stutt, 10 mínútur eða skemur. Þá varð það hæfileg á- reynzla til þess að halda líkamshitanum við líði. Þessi stutti áreynzlutími breytti þó litlu fyrir þá, sem þurftu að bíða björgunar lengur í köldu vatni og virðist þannig standa óhaggað, að líkurnar fyrir að halda lífi, verða meiri ef haldið er kyrru fyrir í stað þess að synda og brjótast um. Þetta er þveröf- ugt við það, sem flestir álykta, sem vita, að á- reynzla heldur líkamshitanum við í andrúmsloftinu. Eykur líkurnar fyrir að lifa. Klæðnaður reyndist hafa geysilega þýðingu til viðhalds líkamshitanum í vatni, þó að fötin væru gegnblaut og einangrunarhæfni þeirra, sem byggist aðallega á innbyrgðu lofti, væri þar með nær alveg úr sögunni. Þetta er líka í mótsögn við þá almennu skoðun, að fólk eigi að fara úr fötunum áður en það fer fyrir borð, svo þau verði ekki til hindrunar í sjónum. Mikill klæðnaður seinkaði kælingarhrað- anum um 34 meðan á vatnskæingunni stóð og ætti því að auka stórum líkurnar fyrir því, að fólkið haldi lífi. Annar þýðingarmikill þáttur, sem enginn getur þó haft skyndilega áhrif á, er líkamsfitan. Hún seinkar mjög kælingunni. Þetta hefur lengi verið lýðum ljóst, og það er talið, að þeir sem hafa lokið sundi yfir Ermasund, hafi einungis getað það og lifað það af vegna þess, hvað þeir hafa verið feitir og vel smurðir með fitu. Áhrif fitunnar eru feikna- mikil. Magur maður getur dáið tiltölulega fljótt úr kulda í 25° heitu vatni, en feitur maður getur lifað tímum saman, þó það sé allt niður í 12° á Celsius. Flestu fólki finnst erfitt að hafa áhrif á líkams- þunga sinn á hvorn veginn sem er. En við þau störf, sem menn iðka berir í köldu vatni, er sjálfsagt að velja þá feitu en hafna þeim mögru. Það er nær ekkert hægt að segja offitunni til bóta, en það kann FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL að gleðja einhverja, að í einu tilviki skuli hún þó vera ávinningur. Meðferð og björgun. Meðferð á fólki, sem hefur orðið fyrir vatnskæl- igu liggur að miklu leyti í augum uppi. Að bjarga því upp úr sjónum eða vatninu og hita það eins fljótt og hægt er. En fólkið gerir sér yfirleitt ekki grein fyrir því, að það getur ráðið úrslitum lífs og dauða, hvort það kemst undireins í baðið (innan 10 mín.) sé það orðið alvarlega kælt. Það má einskis láta ófreistað til að hafa heitt bað tilbúið örfáum mínútum eftir björgun, þar sem það er eina leiðin til að hita húð sjúklingsins fljótt. Það er fjöldi sannana fyrir því, að sé þetta ekki gert, heldur innri hiti líkamans áfram, frá miðsvæðum hans út til húð- arinnar og getur orsakað dauða vegna þess að lík- amshitinn var þegar fallinn að ýtrustu hættumörk- um. Heitt bað er vitanlega ekki alltaf tilbúið á stundinni, og þá er ekkert annað að gera, en færa sjúklinginn úr blautu fötunum og vefja hann í teppi, til þess að hindra frekara hitatap. Það er ör- lítil hætta á því, að vísu mjög lítil, að blóðþrýst- ingur sjúklingsins geti fallið alvarlega meðan á endurhituninni stendur og því þyrfti sá, sem ber ábyrgð á sjúklingnum að hafa aðstæður til þess að mæla blóðþrýstinginn á nokkurra mínútna fresti og vera viðbúinn að leggja höfuð sjúklingsins lágt, ef hann lækkar skyndilega. Það á að forðast aðgerðir eins og að nudda húðina, vegna þess að það gefur sjúklingnum lítinn hita, en getur jafnvel gert illt með því að auka blóðstreymi til húðarinnar frá mið- svæðum líkamans. Upprifjun þýðingarmikilla atriða. Áður en farið er í vatnið eða sjóinn á að klæðast hlýjum fötum og björgunarvesti. Haldið kyrru fyrir, nema þér séuð viss um að þér náið landi eða björg- unarbátnum á sundi. Þegar að björguninni lokinni; heitt bað, sé það ekki tiltækilegt, þurr hlý föt eða teppi. Athuga blóðþrýstinginn með stuttu milli- bili sé þess nokkur kostur. (Tímaritið HEALTH.) Bj. Bj. þýddi. 15

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.