Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 4

Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 4
Hvert stefnum við ? Framundan er breyting á aldurssamsetn- ingu þjóðarinnar. Fæðingum hefur þegar fækkað og mun sú þróun halda áfram, nema þar verði spyrnt við fótum. í þjóðfélagi vel- megunarinnar er eins og börn séu ekki eins velkomin og áður, sumpart af því að þau trufla það að báðir foreldrar njóti jafnréttis á vinnumarkaðnum, eins og það er gjarnan iátið heita, og meðul til að forðast barneignir eru fjöldamörg. Rýmkun á heimildum til fóítureyðinga á hérsinn stóra hlut að máli og gefa tölur til kynna, að hefði verið staðið gegn þeirri breytingu á löggjöf um fóstureyðingar sem gerð var 1975, væru íslendingar senni- lega eitt til tvö þúsund fleiri nú. Fækkun barnsfæðinga og auknar lífslíkur valda hraðfara aukningu á hlutfalli eldra fólks og má reikna með að um næstu aldamót verði 67 ára og eldri yfir 15%, en eru nú tæp 9%. Það leiðir því af sjálfu sér að ýmiss konar félags- og sjúkraþjónusta fyrir aldraða mun fara stórvaxandi á komandi árum og þarf að beina kröftum heilbrigðisþjónustunnar í auknum mæli í þá átt. Fötluðum af völdum slysa og ýmissa sjúkdóma mun fara fjölgandi og þarf að auka heilbrigðisþjónustu og fé- lagslegar umbætur þeirra vegna. Það má einnigsjá fyrir með nokkurri vissu, að framhald verður á framleiðslu háþróaðs tæknibúnaðar til rannsókna og meðferðar á sjúkdómum. Nú er lagt mikið kapp á að tækninýjungar leiði jafnframt til meiri hag- kvæmni í rekstri og til minni óþæginda fyrir sjúklinginn. Þetta verður til að skapa rúm fyrir aukin umsvif í meðferð á sjúkdómum, sem ekki hefur verið kleift að sinna nægjan- lega hingað til. Má þar nefna krabbameins- lækningar og ýmiss konar viðgerðastarfsemi vegna hrörnunarsjúkdóma (svo sem í liðum og æðum) en líffæraflutningar munu vænt- anlega aukast. Ýmsir óvissuþættir eru þó í þessum dæm- um, því hvað verður ef ekki tekst að halda nægum hagvexti á næstu árum, sem er auð- vitað grundvöllur fyrir dýrkeyptum framför- um? Meiri óvissa er um þróun þeirrar starfsemi sem heilsugæslustöðvunum er ætluð, sérstak- lega á það við um framtið heimilislækning- anna og heilsuverndar. Mig grunar að ís- lenskir heilbrigðisstarfsmenn séu ekki nægj- anlega vel undir það starf búnir af skólum sínum, sem felst í að vinna samhliða að hvoru tveggja, lækningum og heilsuvernd. Það getur verið freistandi að láta tímann fara í að rannsaka kvartanir og sjúkdóma þeirra sem komnir eru til að sækja aðstoð og setja til hliðar hið vandasama hlutverk, heilsuvernd- ina, því fæstir birtast sjálfkrafa þeirra erinda. Flestir eru sammála um, að með samstilltu átaki á sviði heilsuverndar megi á tiltölulega skömmum tíma ná*miklum árangri. Ónæm- isaðgerðir hafa útrýmt flestum hættulegum smitsjúkdómum og orsakir ýmissa hrörnun- arsjúkdóma og nokkurra krabbameinsteg- unda hafa verið tengdar við lifnaðarhætti nútímamannsins, svo ekki leikur þar neinn vafi á. Þá þarf að hefja nýtt átak á sviði slysavama til að kveða niður þann slysafar- aldur sem nú herjar á þjóðina. Við ættum að setja okkur það mark að ákveðnum hundraðshluta af útgjöldum til heilbrigðismála verði varið til heilsuverndar, þar á meðal til að vernda hollustu með um- hverfisheilsuvernd, til þess að efla almenna heilbrigðisfræðslu og áróður fyrir líkamsrækt og almenningsíþróttum, bættu mataræði, fræðslu um eðli ávanasjúkdóma og um eðli og ástæður þeirra geðkvilla, sem nú fara sívax- andi og ef til vill ætti fremur að kalla skort á aðlögun að áhrifum nútímasamfélags á and- lega líðan fólks. Ekki þýðir að flýja í skjól ýmiss konar lyfja til að slæva kvöl óhamingju. Allra mikilvægust er sú fræðsla, sem kennir fólki að hjálpa sér sjálft og vekur frumkvæði þess til hollustusamlegra lífshátta. Til að draga úr firringu nútímasamfélags, sem á skömmu árabili hefur kippt grundvelli undan aldagömlum lífsháttum, verður að endur- vekja hin algildu lögmál siðfræðinnar, sér- staklega á grunni lærdóms og hugarfars kristinna manna. Engin velmegunariðja nú- tímans kemur í staðinn fyrir iðkun þeirrar andlegu undirstöðu. ts\. 4 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1981

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.