Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 19

Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 19
Hjartaáfall: Breytingar á dánartíðni Hjartasjúkdómar eru helsta dánarorsökin í iðnvæddum löndum. Barist hefur verið gegn þeim á ýmsan hátt, en hver er árangurinn? Síðan 1968 hefur Al- þjóða heilbrigðisstofn- unin safnað upplýsing- urn um fjölda þeirra sem látist hafa úr hjartaáfalli. Nýlega var birt tíu ára uppgjör á þessum tölum (til 1977) fyrir 28 lönd í Evrópu og víðar. Dánartíðni af þessum sjúkdómi í aldurs- flokknum frá 40 til 69 NY RÖDD „Ný rödd“ heitir félag þeirra sem misst hafa barkakýli og raddbönd af völdum krabbameins, og hafa þurft að læra að tala með vélindanu. Félagið var stofnað 20. desember • 980 og eru félagsmenn nú °rðnir níu, en auk þess eru nokkrir styrktarfélagar. Forsvarsmenn félagsins Sögðu nýlega í blaðaviðtali að þótt sumt í lífi þeirra væri öðruvísi en hjá öðr- Ufn, þá gæti almenningur umgengist þá eins og al- heilbrigt fólk. □ meira en 1% á ári í báð- um kynjum í sex af þessum löndum. Meira en 5% árleg aukning hefur orðið hjá pólskum körlum og konum en einnig meðal búlgarskra og júgóslavneskra kvenna. Meira en 1% árleg lækkun hefur orðið á dánartíðni í þessum ald- Þróttur í Þingeyingum „Eftir að Krabbameins- félag Suður-Þingeyinga gaf Sjúkrahúsinu á Húsa- vík síðustu stórgjöfina er óhjákvæmilegt að minnast nokkrum orðum á þátt þess í heilbrigðisþjónustu héraðsins síðastliðin 11 ár. Félagið hefur átt góðan hljómgrunn meðal Þing- eyinga og þátttaka í félag- inu því mikil. Hópskoðanir hafa farið reglulega fram og gengið vel, þátttaka einhver sú besta sem þekkist á landinu. Þar að auki hefur félagið haft bolmagn til að færa Sjúkrahúsinu hverja stór- gjöfina á fætur annarri. Þannig hefur Krabba- meinsfélagið fært Sjúkra- húsinu vandaðan aðgerða- og skoðunarbekk á slysa- stofu, blöðrusjá (cysto- scop), magasjá (gastro- scop) og loks nú á síðasta ursflokki hjá báðum kynjum í sjö löndum, þar af meira en 3% á ári (30% á áratugnum) meðal bandarískra karla og kvenna, svo og hjá konum í ísrael, Japan og Sviss. Hér er um að ræða dánartölur og því erfitt að átta sig á því hvort tíðni sjúkdómsins hefur breyst. Til að fá svör við því, og einnig á hvern hátt lífshættir tengjast tíðninni, er Alþjóða heilbrigðisstofnunin nú að hefja rannsókn sem nær til tíu landa. En niðurstöðurnar verða ekki ljósar fyrr en eftir áratug. Time, 12. jan. /981. ári kviðarholssjá (laparo- scop), ásamt viðeigandi útbúnaði til þess að gera kviðarholsspeglun. f öllum tilfellum hafa verið valin tæki af fullkomnustu gerð. Ef þau væru færð upp til verðlags dagsins í dag mundi það ekki vera undir 20 milljónum króna." Úr grein eftir Gisla G. Auðunsson lœkni, birt i Árbók Þingeyinga 1979, bls. 231—2. Þjóðardrykkurinn 1 Bandaríkjunum er nú verið að rannsaka áhrif kaffidrykkju verðandi mæðra á fóst- ur. Meðan beðið er eft- ir niðurstöðum hefur ófrískum konum verið ráðlagt að drekka ekki meira en sex bolla af kaffi á dag. Health Education News, mars—aprll 1981. 67 ára og eldri: 8.6% þjóðarinnar Samkvæmt bráða- birgðatölum Hagstofunn- ar um mannfjölda á fs- landi I. desember 1980 voru þá á lífi 11020 konur 67 ára og eldri en 8784 karlar. Sem hlutfall af heildaríbúafjölda er þessi aldurshópur 8.6%. Hæst er hlutfallið í Reykjavík, 11.2%, en lægst í Reykja- neskjördæmi, 5.0%. f öðr- um kjördæmum eru aldr- aðir frá 7.4% til 9.8% af íbúafjöldanum. □ MEÐ SÚRA DAMPA „Brjóstsviði er brenn- andi tilfinning, sem hefir sín upptök i þeim efri magamunna ... í brjóst- sviðanum, í hverjum mag- inn er uppfylltur með súra dampa, við hverjum varla fæst betra meðal en mag- nesíu púlver, af hverju takist 1 teskeið í senn, 3svar á dag í köldu vatni, eður vel tilbúnar kú- skeljar." Lœkningabók fyrir alnniga, eftir Jón Pctursson o.fl., bls. 115 - 116, utg. i Kaupmannahöfn 1834. Fréttabrét um HEILBRIGÐISMAL 1/1981 19

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.