Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 11

Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 11
Af inúsum og mönnum Um NóbelsverÖlaun í lœknisfrœði 1980 Grein eftir AlfreðÁrnason og Ólaf Jensson Það hlýtur að hafa verið erfitt að velja verðlaunahafa úr þeim hópi vísindamanna sem koma við sögu „vefjasamræmiserfðafræði". Sam- vinna þar hefur verið svo náin og margar styrkar hendur verið lagðar á plóginn, en velja varð og fyrir valinu urðu þeir G. D. Snell, B. Benacerraf og J. Dausset. En yfir- lýsing Jean Dausset að hann liti aðeins á sig sem fulltrúa fyrir hóp- inn, lýsir þeirri nauðsynlegu sam- stöðu, sem einkennir þessar rann- sóknir. í Nóbelsfyrirlestri sínum árið 1931 benti Landsteiner á að líklega mætti finna „flokka“ til að sam- ræma vefi gefanda og þiggjanda, svipað og blóðflokkanir við blóð- gjafir. 1 anda þessarar hugmyndar hóf P. A. Gorer við Guy’s Hospital í London rannsóknir, sem leiddu til uppgötvunar á „vefjasamræmingar stjórnstöð“ músa (MHC Major Histocompatibility Complex, H-2). Þetta gerði hann með „blóðflokk- un“. Frá því að Jenner sannaði með tilraunum að bólusetning með kúabólu gæfi haldgóða vörn gegn bólusýkingu, hefur heppnast með sömu eða skyldum aðferðum að örva líkama manna og dýra til mótefnamyndunar gegn fjölmörg- um sýklum. Á fyrstu áratugum þessarar aldar datt mönnum í hug að nota þessar aðferðir til að örva líkamann til að verja sig gegn æxl- isvexti og þá sérstaklega illkynja æxlisvexti. Lengi var aðferðin sú, að sprauta frumuupplausnum frá illkynja vefi inn í líkama tilraunadýra og reyna síðan að sýna fram á að hann hefði öðlast varnarhæfni gegn æxlisteg- undinni. Þetta var gert með því að reyna að græða æxlisvefinn í lík- amann, sem hafði verið „bólusett- ur“ með æxlisfrumunum. Þegar líkaminn hafnaði ígræðslu æxlis- vefsins hjá „bólusetta dýrinu“, en ígræðslan tókst hjá hinu „óbólu- setta“, var það tekið sem sterk vís- bending um að líkami viðkomandi dýrs hefði öðlast vörn gegn æxlinu, sem bólusett var gegn. Það voru liðnir þrír til fjórir áratugir af öld- inni þegar vísindamönnum, sent fengust við þessi viðfangsefni, fór að verða Ijóst að vörnin sem bólu- settu dýrin höfðu öðlast voru vefjamótefni, sem próteinefni á yfirborði æxlisfrumanna höfðu örvað til ntyndunar á. Líkaminn hafnaði nefnilega bæði æxlisfrum- um og eðlilegum frumum sem höfðu þessi arfgengu próteinefni á yfirborðinu, svo framarlega sent hann hafði áður fengið tækifæri til að mynda mótefni gegn þeim. Upp úr 1930 fór hópur manna við Jackson Laboratory at Bar Harbor að átta sig á því, að það er ekki hægt að nota hvaða mús sem er við tilraunir á vefja- og æxla- flutningi — slíkt gaf óskiljanlega mynd. Þessir menn fóru að hrein- rækta mýs og flytja milli þeirra vefi og æxli. Af þessum tilraunum dró einn úr þessum hópi, George D. Snell, þá ályktun að það komi til ákveðnir mótefnavakar sem ráði hvort vefur tekur eða er hafnað við ígræðslu. Snell (1948) kallaöi þá mótefnavaka vefjasamræmis (histocompatibility antigens) og brátt var ljóst að H-2 mótefnavak- arnir réðu þarna rnestu. H-2 er Myndin fyrir neðan sýnir sáningu mótefna á bakka til vefjaflokkunar. Hvítum frumum (lymphocytes) er síðan sáð og músa- og mannasermi, þá litað og lesið ísmásjá, sbr. mynd á nœstu blaðsíðu. Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1981 11 Mynd: Pétur A Oskarsson

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.