Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 31

Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 31
skriðum. í sumum löndum eru at- vinnubifreiðastjórar undanþegnir bílbeltanotkun. GARÐS APÓTEK Sogavegi 108 Reykjavík Sími 33090 Niðurstaða Af því sem að framan er sagt má ljóst vera að lögleiðing bílbelta- notkunar er eitt af brýnustu úrlausn- arefnum varðandi fyrirbyggjandi aðgerðir í heilbrigðismálum hér á landi. í fyrra létust 25 manns í um- ferðinni og 711 slösuðust. Lækkun þessara talna um fjórðung með þessari einu aðgerð er verkefni sem vinna ber að með öllum tiltækum ráðum. Jafnframt er þörf á að kanna til hlítar á hvern annan hátt væri unnt að hafa áhrif á háa dán- ar- og slysatíðni, ekki síst meðal ungs fólks. Ólafur Óhfsson lœknir er sérfræðing- ur í lyflœkningum, hjarlasjúkdómum og embœttislcekningum. Hann hefur verið landiœknir siðan 1972. Ólafur er lektor í félagslœkningum við læknadeiid Há- skóla tsiands. HitastýrÖ blöndunartæki sjálfsögö í hvert baöherbergi Danfoss heldur jöfnum hita í baðinu. Þú velur rétta hitastigið og skrúfar svo frá. Innbyggt öryggi fyrir þau yngstu. Gæðin eru tryggð meö ára- tuga reynslu Danfoss í gerð hitastilla. Danfoss hitastýröu blöndunartækin fást í 12 mismunandi litum, innbýggó eða utanáliggjandi, fyrir hagkvæmt verð. Danfoss blöndunartækið er liður í orkusparnaði. = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SlMI: 24260 30 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1931 • Seltjarnarnes *Reykjalundur • Kópavogur • Garöabær • Halnarfjörður Húsnæðismál heilsugæslustöðva /3 RGYKJMESHÉRAD Grein eflir Ingibjörgu R. Magnúsdóttur Reykjaneshéraði er skipt í fimni heilsugæsluumdæmi: Keflavíkur- umdæmi, Hafnarfjarðarumdæmi, Kópavogsumdæmi, Mosfellsum- dæmi og Seltjarnarnesumdæmi. I þessum umdæmum er gert ráð fyrir heilsugæslustöðvum, stærri eða minni, á níu stöðum. Sam- kvæmt bráðabirgðatölum frá Hag- stofu Islands var mannfjöldi í Reykjaneskjördæmi öllu 51.149, hinn 1. desember 1980. Þingvalla- hreppur með 48 íbúum fellur undir Reykjaneslæknishérað og þvi telj- ast íbúar á því svæði 51.197. í Reykjaneshéraði eru fimm sjúkrahús: Sjúkrahús Keflavíkur, St. Jósefsspítali í Hafnarfirði, Sól- vangur í Hafnarfirði, Vífilsstaðir í Garðabæ, Reykjalundur í Mos-j fellssveit svo og Kópavogshælið (hjúkrunarstofnun fyrir þroska- hefta). Kjartan Ólafsson, einn af lækn- uni Heilsugæslustöðvar Suðurnesja er héraðslæknir í Reykjaneshéraði. Kefla víkurumdœmi: í Keflavíkurumdæmi er íbúatala 12.685. Þar af eru í Keflavíkur- kaupstað 6.625. Þegar lög um heil- brigðisþjónustu nr. 57/1978 voru samþykkl var Vatnsleysustrandar- hreppur settur undir Heilsugæslu Hafnarfjarðar. Ibúar þessa hrepps, 560 að tölu, sækja nú þjónustu til Heilsugæslustöðvar Suðurnesja að frátöldum tveim til þrem bæjum, er leita til Hafnarfjarðar. Það telst því rétt að áætla, að fjöldi þeirra er sækja heilbrigðisþjónustu í þessu umdæmi sé um 13.245. Keflavík (H2). Starfssvæði: Keflavíkurkaupstaður, Njarðvík- urkaupstaður, Hafnahreppur, Grindavíkurkaupstaður, Miðnes- hreppur og Gerðahreppur. Heilsu- gæslustöð Suðurnesja tók til starfa í Keflavík í maí 1975. Hún er í bráðabirgðahúsnæði að Sólvalla- götu 18. Það var tekið á leigu til 10 ára, og er að flatarmáli um 140 fer- metrar. Það er að hluta til í kjallara. Þar eru tvær móttökustofur lækna, tvær litlar skoðunarstofur, mót- tökustofa hjúkrunarfræðinga, tvö snyrtiherbergi, símavarsla og gangur sem notaður er sem bið- stofa. Á efri hæð er móttökustofa, skoðunarstofa og aðstaða fyrir rit- ara. Þrátt fyrir þröngan húsakost fer þarna fram mikil og sívaxandi starfsemi. Heilsugæslustöðin sinnir sumum þáttum heilsugæslu fyrir Suðurnesin öll. Við stöðina starfa þrír læknar, hjúkrunarforsljóri, hjúkrunarfræðingar í tveim stöð- um, ljósmóðir í hlutastarfi, ritari og símavörður. Þá starfa við stöðina í hlutastörfum nokkrir sérfræðingar í lækningum, má þar nefna barna- lækni, kvensjúkdómalækni, lyf- lækni, húðsjúkdómalækni og augnlækni. Þeir eru flestir starfandi lleilsugæslusUið Suðurnesja er ú neðri hœð hússins að Sólvallagötu IS í Kejlavík. Húsnœðið er litið, en „þröngt mega súttir sitjaeins og sést ú tnyndinni af hiðstofunni. Nú er verið að teikna nýtt húsnœði fyrir heilsugœsluna. Fréttabrél um HEILBRIGÐISMÁL 1/1981 31

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.