Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 27

Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 27
BÍLBELTI Hvcrs vegna? Ólafur Ólafsson tók saman Árið 1885 fékk Edward J. Clag- horn í Bandaríkjunum einkaleyfi á öryggisbeltum í bifreiðum, en áhugi almennings reyndist ekki mikill á notkun þessara belta. I flugvélum hafa öryggisbelti verið notuð allt frá 1910 og mjög lengi í kappakstursbílum. Á þriðja áratug þessarar aldar hófu ýmsir læknar, flugmenn og verkfræðingar í Bandaríkjunum áróður fyrir notk- un öryggisbelta í bifreiðum. Allt frá 1950 hafa sumar bílaverksmiðjur búið bifreiðar sínar beltum. Árið 1930 birtu þýskir vísinda- menn niðurstöður rannsókna þess efnis að unnt væri að draga úr meiðslum við flugslys með því að nota öryggisbelti. Hugh De Hanen birti árið 1942 skýrslu er á órækan hátt sýndi að með notkun öryggis- belta mætti draga úr slysum við snögga hraðaminnkun í flugvél. Á árunum 1947—55 sýndu Banda- ríkjamenn fram á þá staðreynd eftir margþættar tilraunir, að fast- spenntur þyldi mannslíkaminn hemlunarkrafta sem væru 30 sinn- um meiri en eigin þungi. Nokkrar staðreyndir Árekstri á 100 km hraða á klst. má jafna við fall mannslíkama úr 40 metra hæð. Ef árekstur verður á 80 km hraða má líkja því við fall úr 30 metra hæð, 60 km hraða líkt og fall úr 15 metra hæð. Við getum þó verndað okkur frá meiðslum við árekstur með því að leggja hend- urnar á mælaborðið og spyrna við fótum ef hraðinn er ekki meiri en 10 km á klst. En lítum á nokkrar aðrar staðreyndir. 0 Rúllubelti, sem nú eru almennt í notkun, hindra á engan hátt hreyfingar ökumanns eða farþega og menn eru fljótir að venjast notkun slíkra bílbelta. 0 Yfir 90% þeirra sem kastast úr bifreið við árekstur verða fyrir meiðslum eða dauða. Margar at- huganir hafa verið gerðar á slíkum tilvikum og í ljós kemur að sá sem situr fastspenntur í bifreiðinni hef- ur 5—30 sinnum meiri líkur á að sleppa ómeiddur en þeir sem kasl- ast út úr bifreiðum. 0 Helsta hættan við fall bifreiða í vatn er að fólk slasist, missi með- vitund eða hálfrotist, af því að það kastast til í bifreiðum og eru því þá flestar bjargir bannaðar þegar bif- reiðin hefur stöðvast. Líkur eru því meiri á að fólk geti bjargast úr bif- reið sem fallið hefur í vatn ef það er með fulla meðvitund og veit hvað gera skal. Mörg dæmi eru til þess að fólk hefur bjargast vegna notk- unar bílbelta við þessar aðstæður. Aðalatriðið er að bíllinn sé vel lok- aður þegar í vatn er komið. Þegar bíllinn hefur stöðvast getur bíl- stjórinn áttað sig á aðstæðum, opnað hliðarrúðu, losað öryggis- beltið og farið með lofthjúpnum sem er í bifreiðinni upp á yfirborð- ið. Reynsla Hollendinga staðfestir þetta. Þar 1 landi er algengt að bif- reiðir falli í stíflur og skurði. Mun fleiri bjargast úr slíkum slysum ef öryggisbelti eru notuð. • Lítil hætta er á að eldur verði laus í bifreið sem lendir í árekstri. Niðurstöður erlendra rannsókna eru að bílbruni verður í minna en hundraðasta hverjum árekstri. Samkvæmt bandarískum niður- stöðum breiðist eldur mjög skjótt út og á örskammri stundu verður bif- reiðin oftast eldhaf. Hjálpar að ut- an er sjaldan að vænta því að at- burðarásin er mjög hröð. Þeim mun frekar er því áríðandi að bif- reiðastjórinn og farþegarnir séu með fulla meðvitund, geti hugsað skýrt og tekið skjótar ákvarðanir. Ef þeir eru fastspenntir í öryggis- belti eru meiri líkur á að svo verði. Nægir mönnum að hafa í huga að oft hafa ökumenn í kappaksturs- bifreiðum sloppið lifandi úr árekstri og bifreiðabruna. 0 Niðurstöður viðamikillar rann- sóknar leiddu í ljós að af 180 þunguðum konum er lentu í bif- reiðaárekstri dóu 33% vegna þess að þær köstuðust úr bifreiðum en dánartíðni meðal þeirra er voru í öryggisbeltum var 5 af hundraði. Af þeim er köstuðust út úr bifreið- um urðu 72% fyrir meiri háttar meiðslum en aðeins 15% þeirra er sátu fastspenntar í bifreiðinni. Fósturlát varð meðal tæplega 50% þeirra er köstuðust úr bifreiðum en meðal 11% þeirra er sátu kyrrar. Öryggisbelti koma í veg fyrir að fólk kastist út úr bifreiðum við Fréttabrót um HEILBRIGÐISMÁL 1/1981 27

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.