Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 32

Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 32
í Reykjavík. Heimilishjúkrun er nokkur á vegum stöðvarinnar og fer hún hér sem og annars staðar vaxandi. Heilsugæslustöðvarnar í Grindavík, Sandgerði og Gerðum heyra stjórnunarlega undir Heilsu- gæslustöð Suðurnesja, læknar stöðvarinnar sjá þar um heilsu- gæslu og hjúkrunarforstjóri hefur umsjón með hjúkrun. Eins og fyrr er sagt er Heilsugæslustöð Suður- nesja í mjög þröngu húsnæði enda var það ekki hugsað til frambúðar. Unnið er að teikningum fyrir nýja heilsugæslustöð og gert ráð fyrir að hún verði í viðbyggingu við Sjúkrahús Keflavíkur. Gríndavík (H). íbúatala 1.921. Heilsugæsla Grindavíkur er til húsa í Borgarhrauni 6, húsnæði sem Grindavíkurkaupstaður á. Þetta er kjallarahúsnæði um 65 fermetrar að stærð. í Grindavík hefur starfað hjúkrunarfræðingur frá árinu 1953, síðustu árin í ofan- greindu húsnæði. Þetta húsnæði var endurskipulagt og lagfært verulega árið 1975 og má telja all- gott til þeirrar starfsemi, sem þar fer fram nú. Þar er móttökustofa, skoðunarstofa, skrifstofa hjúkrun- arfræðings, tannlækningastofa, biðstofa og snyrting. í heilsugæslu- stöðinni starfar hjúkrunarfræðing- ur, og læknar frá Heilsugæslustöð Suðumesja hafa móttöku alla virka daga, þrjár til fjórar stundir á dag. Tannlæknir starfar þar eftir þörf- um. Sandgerði (H). tbúatala 1.104. Heilsugæslan í Sandgerði er í hús- næði Miðneshrepps að Tjarnargötu 4. Húsnæðið er um 16 fermetrar, tvö lítil herbergi. Auk þess er snyrtiherbergi og biðstofa á gangi, sameiginlega með skrifstofu Mið- neshrepps. Húsnæðið er lítið en snyrtilegt. Hjúkrunarfræðingur er þar 1 hálfu starfi og læknar hafa móttöku fjóra daga í viku. Gerðar (H). íbúatala 903. Heilsugæslan í Gerðum er til húsa í Garðvangi, dvalarheimili aldraðra, að Garðabraut 85. Húsnæðið er um 60 fermetrar að stærð. I því er móttökustofa læknis, skoðunar- stofa, skoðunarstofa hjúkrunar- fræðings, þar sem fram fer ung- barnaeftirlit, biðstofa og tvö lítil snyrtiherbergi. Þetta 'húsnæði er mjög snyrtilegt. Það var endur- byggt og lagfært fyrir nokkrum ár- um og er nægilega stórt fyrir nú- verandi starfsemi. Hjúkrunarfræð- ingur er í hálfu starfi við stöðina, sér um eftirlit í skólum og heimil- ishjúkrun. Læknar hafa móttöku fjóra daga í viku. Vogar. f Vogum hefur verið komið upp aðstöðu fyrir heilsu- gæslu að Vogagerði 2. Húsnæðið er um 20 fermetrar að stærð. Læknir fer þangað vikulega og hjúkrunar- fræðingur einu sinni til tvisvar í viku. Hafnarfjardarumdæmi: Hafnarfjörður (H2). Starfs- svæði: Hafnarfjarðarkaupstaður. íbúatala 12.221. Auk þess að veita Hafnfirðingum þjónustu veitir Heilsugæsla Hafnarfjarðar einnig þjónustu íbúum Garðabæjar og Bessastaðahrepps, erl þeir eru 5.344. íbúatala alls er því 17.565. Árið 1975 var stofnað til hópstarf- semi heimilislækna í Hafnarfirði að Strandgötu 8—10. Hafnarfjarðar- bær lagði til símavörslu, ritara- þjónustu ög móttökuaðstöðu. Auk þess starfa hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar við heilsuvernd og heimilishjúkrun. Heilsugæsla Hafnarfjarðar starfar samkvæmt eldri lögum um heilsuvernd. Það er bráðabirgðalausn samkvæmt heimild í lögum um heilbrigðis- þjónustu. Heilsugæslan leigir hús- næði hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar. Það er um 430 fermetrar að stærð og er á tveimur hæðum, annarri og fjórðu hæð. Húsnæðið er leigt frá ári til árs og óvíst er hvort þeir leigusamningar verði fram- lengdir að ári liðnu. Á ann- arri hæðinni eru sjö móttöku- stofur lækna, skrifstofa fyrir heim- ilishjúkrun, skrifstofa forstöðu- manns, rannsóknastofa, mót- taka og spjaldskrárvarsla, kaffi- stofa, biðstofa og snyrtiherbergi. Á fjórðu hæð er séreining fyrir ung- barnaeftirlit. Þar eru þrjár mót- tökustofur auk biðstofu og annarr- ar aðstöðu. Við stöðina starfa sex heimilislæknar og sérfræðingar í gigtlækningum, taugasjúkdómum og barnalækningum. Við heimilis- hjúkrun eru hjúkrunarfræðingar í tveimur og hálfri stöðu og sjúkra- liðar 1 einni og hálfri stöðu. Við ungbarnaeftirlit starfa tveir hjúkr- unarfræðingar og við heilsugæslu í skólum eru hjúkrunarfræðingar í þremur og hálfri stöðu. Alls starfa því 1 stöðinni hjúkrunarfræðingar í átta stöðum og sjúkraliðar í einni og hálfri stöðu. Vegna ritarastarfa, afgreiðslu og símavörslu eru þrjár og hálf staða og einn starfsmaður vinnur við rannsóknir. Auk þess er forstöðumaður í hálfu starfi en hann hefur einnig umsjón með Heilsugœslustöðin í Kópavogi er að Fannborg 7—9, á fyrstu hœð og jarðhæð. Hús þetta er í nýja mið- hœnum, við hliðina á hœjarskrifstof- unum (til vinstri á myndinni). 32 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1981 Mynd: Jónas Ragnarsson

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.