Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 26

Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 26
sennilega eru þær bestu sem nú er völ á. Þarna er um að ræða þver- skurð af hæð og þyngd allra barna þar í landi. Það er mjög líklegt að einhver hliðrun yrði ef handbærar væru hliðstæðar íslenskar vaxtar- kúrvur, en í raun og veru skiptir það sáralitlu máli. Það sem mestu máli skiptir er að fylgjast með vaxt- arhraðanum og bera saman mæl- ingar sem gerðar eru á mismunandi aldri. Vaxtarhraði er oftast mældur í fjölda sentimetra á ári. Vaxtar- hraðinn er mikill fyrstu tvö árin (allt að 24 sm fyrsta árið), helst síðan næróbreyttur(um 7 sm á ári) fram að kynþroskaaldri, en þá tek- ur vöxturinn kipp (í 10 til 12 sm á ári) áður en hann stöðvast alveg. Yfirgnæfandi meirihluti barna finnur á fyrsta eða öðru ári sína „sporbraut" á vaxtarkúrvunni og fylgir henni í stórum dráttum þar til vexti lýkur. Eðlilega verða alltaf smá frávik, t. d. árstíðabundin, en heilbrigt barn í eðlilegu umhverfi víkur aldrei langt frá kúrvunni. Það er nánast ekkert samband milli fæðingarstærðar og endan- legrar stærðar. Tilfærsla og frávik á vaxtarhraða á fyrsta og öðru ári geta því verið eðlileg. Nægir að nefna fyrirbura eða ófullburða ný- bura, sem vaxa gjarnan mjög hratt í upphafi en beygja síðan inn á sína eðlilegu braut. Einnig kemur fyrir að smávaxnir einstaklingar eru meðalstórir eða vel það við fæð- ingu en „hrapa út af“ vaxtarkúrv- Inn á slík eyðuhlöð fyrir vaxtarkúrv- ur má færa punkta sem sýna mæl- ingar á hæð (kvarði vinstra megin, efri línur) og þyngd (kvarði hægra megin, neðri línur), frá fæðingu til þriggja ára aldurs (myndin er af hlaði fyrir drengi). Vaxtarhraðinn skiptir miklu máli og verulegar hreytingar á honum geta gefið til kynna að um einhvern sjúkdóm sé að ræða. unni á fyrsta eða öðru ári. Slík frá- vik á fyrstu tveimur árunum geta verið eðlileg, en ætíð skal þó kanna að ekki sé um sjúklegar orsakir að ræða. Mikill mismunur á ytra útliti og þroskaeinkennum barna hefur valdið því að menn hafa reynt að finna mælistiku á líffræðilegan þroska sem ekki er miklum breyt- ingum háður milli einstaklinga. Þroskaákvörðun á beinagrind hef- ur reynst hjálpleg í þessu skyni. Lengdarvöxtur beina fer fram með skiptingu eða fjölgun brjóskfrumna. Síðan fylgir innvöxtur æða og myndun beinkjarna. Röntgen- myndir af beinagrind gefa upplýs- ingar um beinþroskann hverju sinni. í raun og veru má nota hvaða hluta beinagrindarinnar sem er í þessu augnamiði, en bestar upp- lýsingar fást með lágmarks geislun, ef tekin er röntgenmynd af hendi og úlnlið. Með samanburði við staðl- aðar röntgenmyndir er síðan reiknaður út svonefndur beinaldur bamsins. Veruleg frávik á beinaldri gefa ástæðu til frekari rannsókna. UNGIR JEÍTl ALDNIR ERU IDEÐ AGE (MONTHS) Hormónar hafa áhrif á bein- þroskann og veruleg seinkun á beinaldri sést t. d. við skort á skjaldkirtilshormón og vaxtar- hormón. Einnig er hægt með bein- aldursákvörðun að spá um endan- lega hæð barnsins. Þeir spádómar eru þó háðir því að ekki sé um sjúklegt ástand að ræða. Að lokum er rétt að ítreka þrjú aðalatriði: 1. Eitt besta einkenni um heil- brigði barna er eðlilegur vöxtur eða vaxtarhraði. 2. Afbrigðilegt útlit eða vöxtur er bömum oft mikið andlegt álag. 3. Orsakir afbrigðilegs vaxtar eru oft þess eðlis að fyrir þær má kom- ast, og því ber að sýna fyllstu ár- vekni við að uppgötva og greina vaxtartruflanir hjá börnum. Árni V. Þórsson lœknir er sérfrœðing- ur i barnalœkningum, hormóna og efna- skiptasjúkdómum barna. Hann starfar á Landakotsspítala. 26 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1981

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.