Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 22

Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 22
íða og hlutföll einstakra alkalóíða í tóbaki eru breytileg eftir vaxtarstigi jurtarinnar og sömuleiðis eftir loftslagi ogjarðvegi. Magn nikótíns í blöðunum er breytilegt frá 2 til 8%, en í sígarettum er magnið venjulega 1—2%. Einnig eru í tó- baki nokkrar sykurtegundir sem taldar eru breytast í hættuleg efni við bruna. Nikótín er notað sem skordýra- eitur í garðrækt og er sérkennilegt að því leyti að það getur komist í blóðið í gegnum heila húð og vald- ið eitrun, ef það kemst í snertingu við hana. Auk þess er nikótin notað í efnaiðnaði og til framleiðslu lyfja eins og nikótínsýru og nikótínam- íðs, sem er úr flokki B-vítamína og því lífsnauðsynlegt efni, og má alls ekki rugla þessum efnum saman. Þegar tóbak er brennt myndast um það bil 4000 mismunandi efnasambönd, sem annað tveggja finnast í reyknum sem lofttegundir eða sem örlitlar fastar agnir sem svífa í loftinu á hliðstæðan hátt og hinir örsmáu vatnsdropar í þoku. Meðal efna sem eru í reyknum sem lofttegundir má nefna kolmónoxíð (kolsýring, kolsýrling), koltvíoxíð, köfnunarefnisoxíð, ammóníak, rokgjarnar nítrósamínur, blásýru (cyanvetni), rokgjörn brennisteins- sambönd, asetaldehýð, formalde- hýð og akróleín. Meðal þeirra efna í reyknum sem eru örsmáar agnir má nefna nikótín (suðumark yfir 250°C), vatn og tjöru. Tjara er þykkur, dökkur olíukenndur vökvi, sem myndast þegar lífrænt efni er hitað (t. d. kol eða viður). Tjaran í tóbaksreyk samanstendur einkum af fjölhringlaga kolvatnsefnum (karbónhydríðum) sem vitað er að geta valdið krabbameini. Einnig eru í henni nítrósamínur og arómatískar amínur, sem eru taldar vera orsakavaldar blöðrukrabba- meins, og kolvatnsefni eins og benzpyren, sem er mjög öflugt krabbameinsvaldandi efnasam- band. Þau efni í tóbaksreyk, sem talin eru vera hættulegust heilsu manna eru nikólín, kolmónoxíð og tjara. Nikótín er eitt þeirra efna sem hefur breytilega verkun á líkam- ann, er fer eftir þeim skammti sem notaður er. Það verkar meðal ann- ars á úttaugakerfi og hefur þar örvandi verkun í litlum skömmtum en hemjandi verkun í stórum skömmtum. Úttaugakerfi stjórnar margvíslegri starfsemi líffæra lík- amans og hefur nikótín þar af leið- andi áhrif á hana. Sem dæmi um þá líkamsstarfsemi má nefna hjarta, æðar, lungu, hreyfingar meltingar- vegs (peristaltik), gall- og þvag- blöðru, starfsemi kirtla og efna- skipti. Auk þess getur nikótín haft áhrif á áðurnefnda starfsemi um miðtaugakerfi, þ. e. heila og mænu. Segja má að nikótín hafi streitu- áhrif á líkamann vegna þeirrar verkunar sem það hefur á nýrna- hettumerg, en allir vita að hún er hættuleg þegar til lengdar lætur. Nikótín í sígarettureyk frásogast mjög hratt frá lungum og berst með blóði til heila 8 sekúndum eftir innöndun. Á hinn bóginn frásogast nikótín ekki eins vel í munnholi og þess vegna er mikill munur á nikó- tínmagni í blóði þeirra sem „púa“ og hinna sem „reykja ofan í sig“. 22 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMAL 1/1981

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.