Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 17

Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 17
UNGBARNADAUÐI ÆVILIKUR VIÐ AF HVERJUM 1000 FÆÐINGU Í ARUM fullvíst að þeim takist aldrei að yfirvinna hana — í mesta lagi að hnika henni til urn nokkur ár. Spá mín er sú að meðalævin verði ekki komin mikið yfir 80 ár um aldamót. Skerðing heilsunnar En hvað hefur þá áunnist? Að- eins 4—5 ár í viðbót við æviskeiðið? Nei, það er miklu rneira en það. Ef tekst að vinna bug á þeim sjúk- dómum, sem einkum valda dauða í dag þá styttist jafnframt það sjúk- leikatímabil sem oft er undanfari dauðans og skerðir heilsu í mörg ár. Ævikvöldið verður þannig styttra og mildara. Auk þess tel ég að þau vandamál sem nú ríkja varðandi þjónustu við aldraða verði leyst fyrir 1985, enda verður hundraðs- hluti aldraðra ekki rnikið meiri árið 2000 heldur en hann er í dag. Þá er komið að því að ræða um ,,gæði“ heilsunnar eða öllu frekar um þá sjúkdóma sem skerða heils- una eða minnka hæfni okkar án þess að valda dauða. Einn mæli- kvarði á þennan þátt er örorkan. Hér skal stuttlega rætt um van- gefna, geðsjúka og taugaveiklaða en þetta eru stærstu flokkarnir og samtals meira en fjórðungur allrar örorku. Tala vangefinna ákvarðast að verulegu leyti af kringumstæðum við fæðingu og meðgöngu. Á þessu sviði hefur tekist sérlega vel til hjá okkur þannig að á allra síðustu ár- um hefur ungbarnadauði hvergi verið lægri en einmitt hér á landi og er þetta því stolt íslenskrar heil- brigðisþjónustu. Margt bendir til að samhliða þessari minnkun ung- barnadauða þá fækki einnig fæð- ingum vangefinna og lamaðra barna. Aðrar aðgerðir eru einnig í gangi, sem stefna í sömu átt. Bólu- setning gegn rauðum hundunt og rannsóknir á legvökva gera mögu- legt að hindra fæðingu vanskap- aðra eða vangefinna barna og eru í augsýn miklar framfarir á þessu sviði. Ég spái því að árið 2000 fæð- ist helmingi færri vangefin börn en nú. Miklar framfarir urðu í meðferð geðsjúkdóma með tilkomu svo- nefndra „fentiazidlyfja" fyrir rúm- um áratug. Þessi lyf gera kleift að halda í skefjum ýmsum tegundum geðsjúkdóma og einnig að endur- hæfa marga „króniska" geðsjúkl- inga og þannig að rninnka örorku þeirra. Þessi lyf hafa breytt mynd geðsjúkdóma og hjálpað til að draga úr þeim fordómum, sem ennþá eru gagnvart þessum sjúk- dómum. En það er mikið svigrúnt til framfara og það hillir reyndar undir byltingu á þessu sviði. Ný- lega hafa fundist í mannsheilanum efni sem líkjast morfíni og eru kölluð endorfin. Vísindamönnunt datt strax í hug að þarna væri fundið deyfilyf líkamans sjálfs og sú var lika raunin að þessi efni hafa | mikið með sársaukaskyn að gera. | En það kom líka í Ijós að þau höfðu | mikil áhrif á geðslag og hvatir og § einnig á ávanaástand. Þetta vekur | vonir um lækningu á þunglyndi, | áfengissýki og lyfjaávana. I Næst má nefna nokkra algenga | kvilla, sem telja verður að læknis- H fræðin verði búin að ná stjórn á árið 2000. Kvef verður rnildað með bólusetningu og lyfjum, tann- skemmdir fyrirbyggðar með bólu- setningu og ónœmissjúkdómar læknaðir með stýringu á ónæmis- kerfi líkamans. Ný verkjalyf, sennilega skyld áðurnefndum endorfinum, munu milda þjáning- ar gigtsjúkra og annarra, sem þjást af verkjum. Niðurstaða mín ersú að ef ytri og innri skilyrði verða íslendingum hagstæð þá sé ég fyrir miklar framfarir í heilsufari landsmanna. Þeir einstaklingar sent fara vel með heilsu sína hafa miklar líkur á að lifa við góða líðan fram að a. m. k. 85 ára aldri og deyja þá eftir stutta sjúkdómslegu. Frumskilyrðum fyr- ir hamingjusömu lífi er þannig fullnægt fyrir flesta fslendinga, en það er meira en hægt er að segja um margar þjóðir. Við skulum vona að við berunt gæfu til að njóta þess. Dr. Bjarni Þjóðleifsson er sérfrœðing- ur i lyflœkningum og meltingarsjúkdóm- um. Hann starfar á Landspitalanum en er einnig dósenl við Læknadeiid Háskóla tslands. Greinin er byggð á erindi sem flutt var á 50 ára afmœlishálíð Landspitalans, i Háskólabiói i desember 1980. Fréttabrél um HEILBRIGÐISMÁL 1/1981 17

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.