Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 33

Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 33
heilbrigðiseftirliti í Hafnarfirði. Mæðraskoðun fer ekki fram í heilsu- gæslustöðinni, heldur á Sólvangi. Einn af læknum stöðvarinnar tekur laun úr ríkissjóði skv. hinum nýju heilbrigðisþjónustulögum, en að öðru leyti fær stöðin árleg fjár- framlög úr ríkissjóði sem samsvara kaupi fastráðins sérlærðs starfs- fólks sem annars yrði ráðið að heilsugæslustöð á svæðinu. Auk þess er húsaleiga greidd úr ríkis- sjóði því hér er um leiguhúsnæði að ræða. Fyrir liggur samþykkt bæj- arstjómar frá 1979 um aðreistverði heilsugæslustöð hjá Sólvangi. Unnið er að teikningum fyrir þá stöð. Garðabær (H2). Starfssvæði: Garðakaupstaður og Bessastaða- hreppur. Ibúatala 5.344. Heilsu- gæslustöð fyrirfinnst engin. Eins og fyrr segir sækja íbúar Garðabæjar og Bessastaðahrepps þjónustu til Heilsugæslu Hafnarfjarðar. Þá eru starfandi á vegum bæjarins tveir hjúkrunarfræðingar við heilsu- gæslu í skólum. Framtíð Garðbæ- inga hvað heilsugæslu og bygg- ingamál varðar er I deiglunni. Verði Heilsugæslu Hafnarfjarðar sagt upp húsnæði, áður en heima- menn hafa byggt yfir starfsemina, gæti farið svo að Garðbæingar þyrftu að leita annað. Kópavogsumdœmi: Kópavogur (H2). Starfssvæði: Kópavogskaupstaður. Ibúatala 13.814. Á síðasta ári tóku Kópa- vogsbúar í notkun ný húsakynni fyrir heilsugæslustöð og er hún starfrækt samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu. Heilsuvernd- arstöð með eldra sniði var þar starfandi frá janúarbyrjun 1960. Hin nýja Heilsugæslustöð Kópa- vogs er í húsasamstæðu við Fann- borg. Hún er á tveim hæðum, hús- rými um 865 fermetrar. Á efri hæðinni eru sjö móttökustofur lækna, skrifstofa hjúkrunarfor- stjóra, móttökustofa hjúkrunar- fræðinga, skiptistofa, rannsókna- stofa, símaþjónusta og spjaldskrár- varsla. í séreiningu er aðstaða fyrir ungbarna- og mæðraskoðun og önnur lítil eining er fyrir með- ferð á húðsjúkdómum, þar sem komið er fyrir ljósum og böðum. Á neðri hæðinni er endurhæfingar- stöð, funda- og kennslusalur og kaffistofa starfsfólks. Við lieilsu- gæslustöðina starfar hjúkrunarfor- stjóri, sem annast daglegan rekstur stöðvarinnar fyrir sveitarfélagið. Fastráðnir heilsugæslulæknar eru fjórir, en auk þeirra eru fjórir læknar sem sinna heimilislækning- um og nokkrir sérfræðingar í ýms- um greinum læknisfræði: barna- lækningum, kvensjúkdómum, augnsjúkdómum o. fl. Stöður hjúkrunarfræðinga, auk hjúkrun- arforstjóra, eru átta, hálf staða ljósmóður, ein og hálf staða sjúkraliða, ein staða meinatæknis og til ritarastarfa og símaþjónustu eru fimm stöður. Heilsugæslustöð- in er opin alla virka daga frá kl. 8 á morgnana til kl. 18 á daginn. Sjúkrahús er ekkert í Kópavogi, heimilishjúkrun er því mikil á veg- unt stöðvarinnar, jafnt helga daga sem virka. Gera má ráð fyrir að hið nýja Hjúkrunarheimili Kópavogs komi til með að létta eitthvað af þeirri þjónustu í stöðinni, en um það er of snemmt að spá. í stöðinni fer fram nokkur kennsla á vegum Háskóla íslands; í heimilislækn- ingum fyrir læknanema og í heilsugæslu fyrir hjúkrunarfræði- nema. Endurhæfingarstöðin er Heilsugœslustöðin að Reykjalundi í Mosfellssveit tók til starfa í nýju húsnæði í haust. Hún er, ásamt læknastöð Reykjalundar, á jarðhæð í viðbyggingu við Vinnuheimili SÍBS. rekin af þrem sjúkraþjálfurum, þeir leigja húsnæði og tæki af heilsugæslustöðinni en vinna síðan sjálfstætt hver um sig samkvæmt tilvísun frá læknum. Þessi starfsemi stöðvarinnar fer vaxandi sem og önnur. Húsakynni þykja þegai of lítil og farið er að ræða um stækk- unarmöguleika. Mosfellsumdœmi: Reykjalundur (H2). Starfssvæði: Þingvallahreppur, Mosfellshrepp- ur, Kjalarneshreppur og Kjósar- hreppur. íbúatala 3.480. Heilsu- gæslustöðin að Reykjalundi í Mosfellssveit er staðsett í sjúkra- húsinu þar. Hún tók til starfa í nýju húsnæði í september 1980. Þetta húsnæði er á jarðhæð í viðbyggingu við aðalhús Reykjalundar. Það er um 170 fermetrar að flatarmáli og nemur það um 35% af húsnæði læknastöðvar Reykjalundar, sem er sambýlisaðili heilsugæslustöðvar- innar. Þarna eru tvær móttökustof- ur lækna, skrifstofa hjúkrunarfor- stjóra, tvær stofur til skoðunar á sjúklingum (þær eru notaðar jöfn- um höndum af læknum og hjúkr- unarfræðingum), skiptistofa og snyrtiherbergi. Við stöðina starfa tveir heilsugæslulæknar, hjúkrun- arforstjóri, hjúkrunarfræðingar Fréttabréí um HEILBRIGOISMÁL 1/1981 33

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.