Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 21

Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 21
Mörg þúsund efni og efnasambönd eru í tóbaksreyk Grein eftir dr. Vilhjálm G. Skúlason Elstu rituðu heimildir um íbúa jarðarinnar greina frá notkun þeirra á ýmsum jurtum eða jurta- hlutum sem þeir hafa notað með ýmsum hætti svo sem að taka þá inn eða brenna og anda reyknum niður í lungu, og í margvíslegum tilgangi m. a. til þess að fyrirbyggja og lækna sjúkdóma, í sambandi við trúarathafnir og til afþreyingar. Ein af þessum jurtum er tóbaksjurtin. Þurrkuð blöð hennar eru notuð í alls konar tóbaksvörur, sem nú eru mjög í brennidepli vegna þess að á síðari árum hafa vísindamenn sem starfa að heilbrigðismálum komist að raun um að tóbaksnotkun er síst eins hættulítil og áður var tal- ið. Tóbaksjurtin, sem á latínu heitir Nicotiana tabacum eða Nicotiana rustica (en hún er til í nokkrum mismunandi afbrigðum) er skyld kartöflujurtinni og vex víða í heitu loftslagi svo sem i Suður- og Mið- Ameriku, eyjum Karíbahafsins, Norður-Ameriku og víðar. Þegar tveir af sjómönnum Kól- umbusar stigu á land á Kúbu (sem þá hét Juana), árið 1492, sáu þeir í fyrsta skipti karlmenn og konur sem reyktu úr röri, er íbúarnir kölluðu „tabacos", og var úttroðið af blöðum tóbaksjurtarinnar. Fyrstu fræ tóbaksjurtarinnar, sem ætluð voru til þess að rækta tó- baksjurtina til lyfjanota, voru flutt til Portúgal (sem þá hét Lúsítanía), árið 1558, en það gerði spánskur læknir Francesco Hernandez að nafni. Tveimur árum síðar flutti franski sendiherrann við portú- gölsku hirðina, Jean Nicot de Villemain, jurtina til Frakklands. Þegar sænski grasafræðingurinn Carl von Linné gaf jurtinni vís- indalegt nafn kallaði hann jurtina þess vegna Nicotiana tabacum. Af nafni jurtarinnar er heiti aðalinni- haldsefnis hennar, nikótíns, dregið, en það var unnið í fyrsta skipti í hreinni mynd úr blöðunum árið 1828. Eins og áður er getið var tóbaks- jurtin flutt til Evrópu um miðja 16. öld sem lækningajurt, þar sem hún var talin vera „allra meina bót“ (panacea). Var hún þá notuð gegn biti dýra, snáka og skordýra, höf- uðverk, kvefi, mari, kafmæði (astma), svima, gigt, sárurn, heila- blóðfalli og jafnvel svartadauða. Þess vegna var tóbaksjurtin á þeim árum oft kölluð Herba panacea (jurtin, sem læknar alla sjúkdóma) og Herba santa (hin heilaga jurt). Það var fyrst í lok 16. aldar sem tóbaksreykingar komust í tísku og urðu útbreiddar í Englandi, eink- um fyrir áhrif Sir Walter Raleigh. Það er eftirtektarvert, að þegar árið 1604 reyndi Jakob I Englandskon- ungur að stöðva útbreiðslu þessa ósiðar, en því miður með litlum árangri. Þó má líta á hann sem frumkvöðul að baráttu gegn reyk- ingum. Það er einnig athyglisvert að úlbreiðsla og notkun tóbaks hefur alltaf aukist á styrjaldartím- um, þegar íbúar heilla þjóðlanda og jafnvel heimsálfa hafa orðið fyrir alvarlegum siðferðilegum áföllum og á þetta reyndar við um öll ávana- og fíkniefni. Hvaða efni eru í tóbaki og tóbaksreyk? í tóbaksblöðum, eins og öllum lifandi vefjum, er fjöldinn allur af ólífrænum og lífrænum efnasam- böndum, en þau efnasambönd sem athygli manna hefur einkum beinst að eru nokkur náskyld efni er til- heyra stórum flokki lífrænna efna- sambanda sem kallaður er alkaló- íðar, en orðið merkir að öll þessi efni hafa lútkennda svörun. Mikil- vægasti alkalóíðinn í tóbaki heitir nikótín, en þrír aðrir eru nornikót- ín, myosmín og nikótimín (ana- basín). Bæði heildarmagn alkaló- A Ipengustu tcpundir tóbaksjurtar- innar eru Nicotiana tabacum eða Virj>iníutóbak (til vinstri) og Nico- tiana rustica (til hœgri). Tóhaksjurt- in á sér hœttulausa og nytsarna cett- ingja þar sem eru kartöflugrasið og tómatplantan. Fróttabréf um HEILBRIGOISMÁL 1/1981 21

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.