Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 5

Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 5
Fötlun og örorka Grein eftir Hauk Þórðarson Fötlun nær eftir umfangi allt frá minni háttar líkamságalla eins manns til himinhrópandi líkamlegs eða andlegs bjargarleysis annars og alls þar á milli. Fötlun er auk þess samfélagsmál sem höfðar eða ætti að höfða til samábyrgðarskyns manna. Samt er ljóst að vissir sam- félagsþættir stuðla að auknum áhrifum fötlunar bæði á þann sem fatlaður er, fjölskyldu hans og nánasta umhverfi. Ástæðan er fólgin i því að með aukinni fjöl- breytni nýtist samfélag oft síður þeim sem búa við skerta færni og gjarnan mótar tæknivæðing sam- félagslögmálin á þann veg að fatl- aðir lenda sjálfkrafa utangátta. Fullyrða má að fötlun er a. m. k. þrennt í senn: hún er mein einstaks manns, hún er áfall og álag á hans nánustu og hún er úrlausnarefni samfélagsins. Því er ljóst að einföld skilgreining á orðinu fötlun er ekki auðfengin og nærtæk, að ekki sé talað um faglega skilgreiningu. Almennt er talið að orðið fötlun sé samstofna orðinu fetill, en það merkir band eða borða sem ætlað er að styðja lasburða handlegg og því hefur upphafleg merking orð- anna fatlast, fatlaður og fötlun án efa verið tengd líkamlegum ann- mörkum, sýnilegum, einkunt þeirn sem hefta eða breyta hreyfingum, t. d. notkun handlima, göngulagi o. s. frv. Af fötlunarlýsingum í Islend- ingasögum er m. a. Ijóst að líkam- leg fötlun var algeng í þá daga, ekki síður en nú og óspart notuð til við- urnefnis. Án efa hafa sum þeirra verið ætluð til hnekkis, önnur e. t. v. til álitsauka, sum hvorugt, heldur til auðkennis. Ráða má af ýmsunt heimildum að áður fyrr hafi ekki verið reynt að flokka hin- ar ýmsu gerðir líkantlegra ágalla undir samheiti, t. d. fötlun, heldur hafi sú verið málvenjan að nefna hverja líkamlega meinsemd sínu nafni. Það fór lítið fyrir ntannúðarmál- um fyrr á öldum og örkumla fólk naut ekki mannúðar fremur en aðrir. Síðar óx mannúð fiskur um hrygg og fengu þá örkumla menn notið hennar sem aðrir. Af mannúð kontu líknarfélög fram á sjónar- sviðið, góðra gjalda verð á sínum tínia, og síðar styrktarfélög. Enn síðar, raunar á okkar dögum, mynduðu fatlaðir eigin félög. Þró- un af þessu tagi sem er eðlileg á allan hátt hefur leitt af sér þörf nýrra orða og hugtaka, sem er í fullu samræmi við stefnu tímans, m. a. samheita um hvaðeina, hvort sem slík samsöfnun á rétt á sér eða ekki. Hafa ber í huga að stefna nú- tímans er sú að aðgreina ekki ein- staklinga í hópa og gildir það einn- ig um fatlaða, heldur santlaga þá öðrum í samfélagi manna. Vera má að nákvæmnisleg skilgreining á hugtaki eins og fötlun stuðli að að- skilnaði þeirra sem undir hana falla og kalli í huga fólks á skarpari af- mörkun hópsins en ella. Nú er það enn svo að í huga margra eru þeir einir fatlaðir sem eiga erfitt með hreyfingar. Aðrir skilja fötlun eftir víðari sjónarmið- um, að einnig þeir séu fatlaðir sem búa við umtalsvert raskaða starf- semi líffæra annarra en hreyfifæra, svo sem skynfæra, hjarta, lungna, nýrna, meltingarfæra o. s. frv. Fáir telja geðsjúkleika til fötlunar enda þótt geðsjúkir séu oft á tíðum mest skertir allra vanheilla til alntennrar samfélagsþátttöku, atvinnu, efna- hagssjálfstæðis og annarra þátta mannlífs. Það er Ijóst öllum sent til þekkja að bæði hérlendis og erlendis er margvíslegui ruglingur manna á meðal um skilning og túlkun orða og hugtaka yfir ástand sem verður til í kjölfar sjúkdóma eða slysa. Nægir að benda á misjafnan skiln- ing sem lagður er í orð eins og vangefni, þroskahefting, hreyfi- Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1981 5

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.