Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 25

Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 25
Vöxtur barna og unglinga Eitt af því mikilvægasta sem greinir að börn og fullorðna er að börnin eru í stöðugum vexti allt frá getnaði og fram yfir kynþroskaald- ur. Þessi einföldu en ntikilvægu sannindi eru flestum ljós, en til skamms tíma hefur mikið vantað á að þeim væri nægur gaurrur gef- inn. Vaxtarhraði er mjög mismun- andi á hinum ýmsu þroskaskeið- um, og nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir eðlilegum vexti eða al- gengismörkum. Frávik frá eðlileg- um vaxtamörkum, bæði hvað snertir hæð og þyngd, gefa alltaf ástæðu til að kanna nánar hvað Grein eftir Árna V. Þórsson valdi og getur þar verið um margt að ræða. Vaxtafrávik eru ótrúlega algeng hjá börnunt, og koma þau oft fram löngu áður en orsök er kunn eða gefur frá sér önnur ein- kenni. Regluleg mæling á hæð og þyngd barna og unglinga er nauð- synleg, og raunar skilyrði þess að greina megi slík frávik. Allra helst þarf að færa þær mælingar inn á svokallaðar vaxtarkúrvur (línurit). Ef þannig er að verki staðið upp- götvast afbrigðilegur vöxtur mun fyrr en ella. Hérlendis er nokkuð vel séð fyrir þessu með árlegum mælingum við skólaskoðun og við skoðanir barna á fyrsta ári. Hins vegar er oft erfitt að fá upplýsingar um vöxt barna á aldrinum frá tveggja til sjö ára, nerna foreldrar hafi vegið og mælt bömin reglulega og skráð hjá sér niðurstöðurnar. Slíkt er því miður frentur sjaldgæft. Venjulegar vaxtarkúrvur eru byggðar á hópmælingum barna á ýmsum aldri. Töluverður mismun- ur er að sjálfsögðu milli ólíkra kynþátta; íslendingar myndu ekki falla vel inn í vaxtarkúrvu fyrir Japana, svo að dæmi sé tekið. í Bandaríkjunum hefur þetta valdið nokkrum vanda, en nýlega voru gefnar þar út vaxtarkúrvur sem Hvers vegna er svo mikið lagt upp úr mtelingum á hæð og þyngd harna, hæði við ungharnaeftirlit og skoðan- ir í skólum? í þessari grein er á það hent að eðlilegur hæðar- og þyngd- arvöxtur sé einn hesti mælikvarði á gott heilsufar. Ef út af hregður er nauðsynlegt að leita orsakanna. * Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1981 25

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.